Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Qupperneq 13

Eimreiðin - 01.10.1956, Qupperneq 13
SIGURÐUR NORDAL SJÖTUGUR 245 Snorri sé höfundur hennar, og í ritinu um Sturlu Þórðarson og Grettis sögu rökstyður hann þau orð Árna Magnússonar, að Grettla sé samin upp úr riti eftir Sturlu. Formálinn fyrir Eglu og fleiri fornsögum og bókin um Hrafnkötlu leiddi menn til nýs og raunsærri skilnings á sögunum.1) Enda þótt sá nýi skilningur hafi að sumu leyti valdið fólki vonbrigðum og líklega dregið úr lestri þeirra almennt, að minnsta kosti í bili, þar sem sannleiksgrundvöllur sá, er alþýða trúði, að sög- ornar væru reistar á, hefur verið rofinn og flestar hinar beztu þeirra gerðar að skáldritum, er hér um ævintýralega afhjúp- un leyndardóma að ræða, eins og allir geta sannfærzt um, sem kynna sér af alúð þessi gagnmerku störf Sigurðar og samherja hans, allt frá bókum hans um Ólafs sögu helga, Snorra Sturlu- son og Völuspá til útgáfu Einars Ólafs Sveinssonar á Brennu- Njáls sögu. íslenzk menning I., sem fjallar aðallega um þjóð- veldistímann, er inngangsbindi að ritverki, sem mundi hafa að geyma meginárangurinn af rannsóknum Sigurðar Nordals a sögu þjóðarinnar og bókmenntanna frá upphafi. í riti sínu Um fornsögurnar rekur Sigurður aðalþætti bókmennta óbund- lns máls frá byrjun ritaldar fram um 1400, en sérstaklega einkenni, þróun og hnignun sagnaritunarinnar, unz hún bíð- Ur lægra hlut í samkeppninni við rímurnar. Þetta er því bók- menntasaga þessa tímabils í yfirlitsformi, furðulega efnis- ^ikil, ekki lengri en hún er, og heillandi skemmtileg af- 'estrar. Væri mikill fengur að fá hana á íslenzku, í stað þess 1) í þeirri bók faerir Nordal gild rök fyrir því, að meginatburðir Hrafn- kels sögu liafi aldrei gerzt, sagan beri engin merki þess, að hún sé runnin lrá munnmælum, hún sé verk eins höfundar og skáldsaga, ein hin full- komnasta sinnar tegundar í heimsbókmenntunum. Um oftrú íslendinga •l sannleiksgildi sagnanna og vanmat þeirra á afreksverkum höfundanna farast Nordal meðal annars orð á þessa leið: „í skarð þess, sem kann að ala saxazt á hróður vígamanna og kraftamanna sögualdar, koma nýir afreksmenn, sem hingað til hefur verið skotið í skuggann: höfundar sagn- ;mna. Er skaði að þeim skiptum? „Vöxtur og aflið víða fer, vitið þó fyrir °hu er,“ sagði Páll lögmaður. Það er líka nokkurs vert fyrir íslendinga hafa átt þá menn, sem skrifuðu slíkar bækur — og vissu, hvað þeir )°ru að gera. Ég held, að það sé eins dæmi í sögu bókmenntanna, að 'áðrum eins snillingum hafi verið goldin verk sín með svo frámunalegu Vanþakklæti.“ Hrafnkatla, bls. 76.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.