Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Síða 48

Eimreiðin - 01.10.1956, Síða 48
280 EIMREIÐIN nöfnin alltaf verið að verða til, tapast, breytast og færast af einu á annað. Hver kynslóð hefur breytt einliverju. Aðeins fá nöfn hafa staðizt tímans tönn allt frá landnámstíð, en þau eru í raun og veru vorar einu sögulegu minjar aðrar en hinar skráðu fornbókmenntir. Aðrar þjóðir eiga byggingar og önnur mannvirki. Vorar byggingar voru gerðar úr mjög forgengi- legu efni, og leifar þeirra eru aðeins vallgrónar þústir, ef til vill þúfnahóll eða brysti. En auðvitað eiga jDessar fornu rústir sína sögu. Þær minna á kynslóðirnar, sem þarna háðu sitt stríð fyrir lífinu. Þar reika svipir fortíðarinnar, sýnilegir sjón- um þeirra, sem skyggnir eru. Vér eigum ekki háreistar leifar fornra bygginga, en vér eig- um örnefni. ísland, Húsavík, Borg, Kveldúlfshöfði, Húnaflói, Reykjavík, Dýrafjörður — þessi nöfn og mörg fleiri eru alh frá landnámstíð. Önnur hafa breytzt í meðförum, þó að þau séu forn að uppruna. Telja má víst, að hér á landi séu nokkur þtisund nöfn, sem varðveizt hafa frá því að' land byggðist. Eu til er mikill fjöldi örnefna, sem ekki er svo gamall. Hér getur aragrúa af nöfnum á lítið áberandi stöðum. Þau þekkja ein- ungis þeir, er búa á landareigninni, sem þau eru í. Jafnan er hætt við, að slík nöfn glatist, þegar ábúendaskipti verða a jörðum. Síðan koma önnur ný — og svo koll af kolli. En glót- un slíkra nafna viljum vér koma í veg fyrir með söfnun ör- nefna. Bak við þau er oft þörf nafnsins og ef til vill saga, sem er fjársjóður, er vér viljum höndla og vernda frá tortímingu- Stundum hef ég verið spurður að því, liver sé algengust tala örnefna á jörðum hér á íslandi. Því er þarna til að svara, að fjöldi örnefna á jörðum er afar misjafn. Fer þetta eftir stærð jarðanna, landslagi og varðveizlu örnefnanna. Þess má geta’ að meðaltal örnefna á jörð í Dalasýslu er 77, líkt í Mýra" sýslu og nokkru lægra í Borgarfjarðarsýslu. Örnefnaríkasta jörðin á þessu svæði er Húsafell í Borgarfjarðarsýslu. Þar eru 460 örnefni. Land þessarar jarðar er mjög stórt, landslag tiE komumikið og fjölbreytt, og þarna hefur sama ættin búið a þriðju öld. Það er ætt, sem hefur mikinn áhuga á öllu þjðð' legu. Húsfellingar hafa geymt vel þá arfleifð, sem þeir hlutu á þessum vettvangi, og aukið hana jafnt og þétt. Guð er alh' af að skapa — og tilefni til örnefna eru alltaf að gefast.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.