Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Side 48

Eimreiðin - 01.10.1956, Side 48
280 EIMREIÐIN nöfnin alltaf verið að verða til, tapast, breytast og færast af einu á annað. Hver kynslóð hefur breytt einliverju. Aðeins fá nöfn hafa staðizt tímans tönn allt frá landnámstíð, en þau eru í raun og veru vorar einu sögulegu minjar aðrar en hinar skráðu fornbókmenntir. Aðrar þjóðir eiga byggingar og önnur mannvirki. Vorar byggingar voru gerðar úr mjög forgengi- legu efni, og leifar þeirra eru aðeins vallgrónar þústir, ef til vill þúfnahóll eða brysti. En auðvitað eiga jDessar fornu rústir sína sögu. Þær minna á kynslóðirnar, sem þarna háðu sitt stríð fyrir lífinu. Þar reika svipir fortíðarinnar, sýnilegir sjón- um þeirra, sem skyggnir eru. Vér eigum ekki háreistar leifar fornra bygginga, en vér eig- um örnefni. ísland, Húsavík, Borg, Kveldúlfshöfði, Húnaflói, Reykjavík, Dýrafjörður — þessi nöfn og mörg fleiri eru alh frá landnámstíð. Önnur hafa breytzt í meðförum, þó að þau séu forn að uppruna. Telja má víst, að hér á landi séu nokkur þtisund nöfn, sem varðveizt hafa frá því að' land byggðist. Eu til er mikill fjöldi örnefna, sem ekki er svo gamall. Hér getur aragrúa af nöfnum á lítið áberandi stöðum. Þau þekkja ein- ungis þeir, er búa á landareigninni, sem þau eru í. Jafnan er hætt við, að slík nöfn glatist, þegar ábúendaskipti verða a jörðum. Síðan koma önnur ný — og svo koll af kolli. En glót- un slíkra nafna viljum vér koma í veg fyrir með söfnun ör- nefna. Bak við þau er oft þörf nafnsins og ef til vill saga, sem er fjársjóður, er vér viljum höndla og vernda frá tortímingu- Stundum hef ég verið spurður að því, liver sé algengust tala örnefna á jörðum hér á íslandi. Því er þarna til að svara, að fjöldi örnefna á jörðum er afar misjafn. Fer þetta eftir stærð jarðanna, landslagi og varðveizlu örnefnanna. Þess má geta’ að meðaltal örnefna á jörð í Dalasýslu er 77, líkt í Mýra" sýslu og nokkru lægra í Borgarfjarðarsýslu. Örnefnaríkasta jörðin á þessu svæði er Húsafell í Borgarfjarðarsýslu. Þar eru 460 örnefni. Land þessarar jarðar er mjög stórt, landslag tiE komumikið og fjölbreytt, og þarna hefur sama ættin búið a þriðju öld. Það er ætt, sem hefur mikinn áhuga á öllu þjðð' legu. Húsfellingar hafa geymt vel þá arfleifð, sem þeir hlutu á þessum vettvangi, og aukið hana jafnt og þétt. Guð er alh' af að skapa — og tilefni til örnefna eru alltaf að gefast.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.