Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 24

Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 24
256 EIMREIÐIN hugur tónskáldsins óumræðilegri sælu við þessa tilhugsun. Og í sál lians ríkti sami fögnuður, þegar hann vaknaði af svefni næturinnar í morgunljómanum. Þannig var tilhugsunin uffl dauðann — og sjálfsagt um leið viðleitnin til að búa sig undir hann — þessum dásamlega meistara tónanna stöðug upp- spretta unaðar og gleði. Er auðið að hugsa sér stórfelldari sönnun fyrir réttmæti þessa fagnaðarerindis en svo leiftrandi dærni? Á einum stað í Lífi og dauða farast Sigurði þannig orð: „Ég trúi skilyrðislaust á hamingjuna. Meira að segja skal ég segja þér okkar á milli, að ég efast um, hvort nokkur getur verið á réttri leið, nema hann sé hamingjusamur í hjarta sínu."1) Sjálfur er Nordal mikið hamingjunnar barn, að því er bezt verður séð. Hann hefur unnið víðfræg andans afrek. Nægir vitnisburðir sýna, að hann er ágæta vel kvæntur. Og hann er af sonum sæll. En mesta gæfa hans er að benda öðru fólki á auðnuveginn. Sú leið er að vísu ávallt brött, en hefur þann mikla kost að liggja til ljóssins, og hver getur valið sér einstigi við sitt hæfi. Eftir því sem þú kemur hærra í hlíðina víkkar útsýnið, og dýrð drottins blasir við. Syngjandi þrestir og sólskríkjur verða á vegi þínum og fagna þér. Lambagrasið ilmar, og ljósberinn deplar sínum stjörnuaugum. Loks verður jöklasóleyjan eini félagi þinn. Hún kinkar til þín kolli, brosn' og roðnar eins og feimin smámey. Hvernig má annað vera en almáttugur höfundur sé að slíku listaverki og það eigi sér jafnvel enn þá fegri líkingu á æðra tilverustigi? Hugleiðingarnar í síðari hluta þessarar bókar eiga það sarn- eiginlegt við erindin Líf og dauða og eftirmála þeirra, að einnig þær eru leiðbeiningar í lífernislist. Rúmsins vegna verða aðeins nefndar jrrjár af þeirn, er mér þykir vænzt urn- María guðsmóðir, Kurteisi og Manndráp. Greinin um Guðs- móður er svo þrungin tignun og tilbeiðslu, að hver einn verður beinlínis göfugri maður á að lesa hana með alúð. En um hinar tvær er það að segja, að tímabærari ádrepur minnist ég ekki að hafa lesið eða heyrt um mína daga. Svo sem nafnið bendir til, fjallar Kurteisi um gildi háttprýðinnar í lífinu. 1) Samtalið við Jón, bls. 54.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.