Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Page 81

Eimreiðin - 01.10.1956, Page 81
Erlendíar bókafre^mr V. J ENGLAND: Iris Murdoch, sem er kennari í heimspeki við liáskólann í Oxford, hefur þegar getið sér orðstír í liópi efnilegustu rithöfunda Eng- lands. Form hennar er táknrænt. Hún hefur aðeins gefið út tvær skáldsögur. Sú fyrri vakti mikla at- liygli, og sú síðari, sem er nýkom- in út, virðist fá jafngóða dóma og hin. Þessi síðari bók nefnist The Flight from the Enchanter (Flótt- inn frá töframanninum) og liefst með því, að Annette Cockeyne rýkur út úr skólastofunni, þegar kennarinn fer að byrja að lesa tólfta þáttinn í Inferno eftir Dante. Hún getur ekki þolað grimmd Hantes í garð Minotaurusar, því að þegar öllu var á botninn hvolft, þá hafði guð skapað liann, og Hante hafði enga heimild til þess að dæma hann til eilífrar dvalar i helvíti. Annette er líka orðin dauð- leið á kennurum, sem eiga að vera sérfræðingar í því að kenna stúlk- nni að ná sér í hinn rétta eigin- triann á ekki lengri tíma en einu eða tveimur misserum. Hún er einnig búin að fá meira en nóg af skólastýrunni í Ringenhall, sem með „rólyndu afskiptaleysi hafði á- unnið sér álit fyrir að vera góð skólastýra." Eftir að hafa fengið nokkra svölun með þvi að sveifla sér á ljósakrónunni í borðsal heima- vistarskólans og hnupla eintaki al' ljóðum Brotvnings, hverfur Annette á brott úr skólanum til þess að hefja námsferil sinn í skóla lífs- ins. Að skilnaði gefur hún skóla- stýrunni stolna eintakið af ljóðum Brownings. Eins og nærri má geta verða margar einkennilegar persónur á vegi Annette, og helzt þeirra er Mischa Fox, töframaðurinn, sem einna helzt líkist einhverri guðlegri veru og laðar alla að sér. Hann er alvitur og hjálparvana, kennir í brjósti um allar skepnur jarðarinn- ar og er reiðubúinn til þess að losa þær við hið jarðneska líf, þegar j)að er orðið of væmið og velgju- legt. Hann virðist búa yfir þeint eiginleika, sem Miss Murdoch auð- sjáanlega lítur á sem guðlegs eðlis, að geta sýnt „hve strengir grimmd- ar og meðaumkunar liggja ein- kennilega nálægt hvor öðrum.“ Bókin er jöfnum höndum unaðs- leg og hryggileg, fráleit og full af vizku, raunhæf og clraumórakennd.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.