Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 85

Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 85
RITSJA 317 illar .gerðar, að í naesta bindi mun djúp og sönn lýsing á þroska henn- ar og örlögum krefjast mikilla og djarflegra litbrigða, en Ragnheiður Jónsdóttir hefur til að bera þá kunnáttu og leikni í vinnubrögðum og þá skarpskyggni á mannlegt eðli og örlagaþræði tilverunnar, að henni á ekki að verða verkefnið ofraun, ef hún kann sér geð til að dýfa pensli sinum í þann svarta og rauða farfa syndar og ástríðu, sem lífið notar sem andstæðuvalda, þegar það málar sínar áhrifamestu og eftirminnilegustu myndir. Guðmundur Gislason Hagalin. Jakobína Johnson: IvERTA- LJÓS, Ijóðasafn, XXVII+164 bls., með 2 myndum af höfund- inum. Útgefandi: Leiftur h.f. Þetta nýja ljóðasafn frú Jakobínu hefur að geyma 2. útg. af bókum hennar, Kertaljósum og Sd ég svani, og allangan kafla, Önnur kvœði, sem ekki hefur birzt áður í bókar- formi. Þingeysk kona fylgir bókinni úr hlaði með nokkrum vel völdurn formálsorðum, og séra Friðrik A. Friðriksson skrifar um ævi skáldkon unnar og störf. Aðalþættirnir í ljóðagerð frú Jakobínu hafa frá upphafi verið þrír: tengsl við sögu og sagnir, ætt- arlands- og æskustöðvatryggð og ástarhugur til barna og annars gró- andi lífs. Hér skal ekki dæmt um, hver þessara þátta sé sterkastur. heir mega sín allir mikils. Aðdáun ffú Jakobínu á hetjum fornaldar- innar er ósvikin, eins og til dæmis kvæði hennar Fornmcnn og Leifur heppni sýna ljósast. Og siimu aug- um lítur hún á seinni tíma rnenn °g samtíð sína: Það heimti þrek og þol og dáð og þúsund skáld af drottins náð — að byggja þetta land, segir hún í kvæðinu Landabréfið. Og svipað fórust henni orð á fæðingarstað sínum, Hólmavaði í Aðaldal, í ræðu 1935: „Hér er skáld á hverjum bæ!“ Hún sér hvert fjall íslands og hvern sögustað í töfraljóma. Göfgi og frækni fólksins, fegurð og tign landsins fara saman í hennar aug- um. Um allt þetta kveður hún af þeirri hjartans einlægni, sem henni er meðfædd og minnir stundum A Huldu, en báðar eru þær barn- fæddar við sömu elfi: Laxá við Mý- vatn, sem ýmsir telja fegurstu á þessa lands — ef ekki alls heimsins! Ekki er þó um neina stælingu að ræða. í hörpu beggja má aðeins greina svipaða tóna, sem vera má að séu endurómar frá Laxárstrengj- um. Ýmsir hafa kveðið um fornhetj- ur, sögustaði og vatnsföll þessa lands með ágætum. Þar á frú Jak- obína marga keppinauta, sem ef til vill taka henni fram að sumu leyti. En hver hefur ort ljóð á borð við: Þú leizt hann, Ég hef áður unnað og Vögguljóð frú Jak- obínu? Ætla má, að verði bið á svari. En frú Jakobína hefur eigi aðeins ort um börn sjálfrar sín af fágæt- um ynnileika, heldur liggja og eftir hana mörg falleg kvæði ætluð Itörn- urn sérstaklega. Listilegust þeirra þykja mér Sá ég svani og Hann Skuggasveinn, sem minnir á Heið- lóarkvæði Jónasar — sams konar sorgaratburður er á bak við þau bæði, einungis sagður á mismun- andi hátt og leiksviðin ólik: annað í íslenzkum mó, hitt í garði vestur við Kyrrahaf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.