Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 88

Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 88
320 EIMREIÐIN Minna-Núpi og Matthías Jocliums- son höfðu til þessa stórvirka rímna- skálds. Þorsteinn Magnússon lítur þann- ig á, að Símon hafi liaft til að bera mjög mikla skáldgáfu, telur auð- heyrilega, að hann liafi verið efni í mikið skáld og listrænt, þó að uppeldi og aðstæður yllu því, að hann fengi ekki notið sín. Ég læt þetta liggja á milli liluta, en hvað sem því líður er hitt satt og rétt hjá Þorsteini, að atvikin virðast hafa mjög rækilega að því stuðlað, að Símon yrði einmana og lítt ræktur fulltrúi hrörnandi og að dómi flestra menntamanna samtíðar sinnar úreltrar Ijóðlistar og bók- menntahefðar. Einangrun Símonar uppi í Austurdal á viðkvæmasta náms- og mótunarskeiði ævinnar hefur áreiðanlega ráðið miklu um örlög hans á vettvangi ljóðlistar- innar. En Þorsteinn hefur í bók sinni gert meira en benda okkur rækilega á þetta og örlagaþrungin áhrif þess. Hann kynntist Símoni náið sem barn og unglingur, lærði að meta hann og tengdist honum böndum einlægs vinarþels og þakk- lætis, og hann sannfærir mig og sjálfsagt fleiri um það, að sú mynd, sem við, fæddir um síðustu alda- mót, fengum af Símoni, var af sjúkum rnanni og hrjáðum, að Símon manndómsáranna var allur annar. Fyrir handleiðslu Þorsteins kynnumst við Símoni sem tilfinn- ingaríkum, viðkvæmum, hrifnæm- um, barngóðum, ljúfum, glöðum, en fljóthuga, skapríkum, sérlegum og dálítið kærulausum manni, og við fáum ekki einungis frábæra staðfestingu á einstæðri hraðkveðni hans, heldur kynnumst honum líka sem aðburðaminnugum íróð- leikssjó, sem hafi haft til að bera ágæta frásagnargáfu og mjög ríka frásagnargleði. Þorsteinn kemur okkur í skilning um, að skapgerð Símonar og tilfinningalíf hefur ver- ið þannig, að til þess að náttúrleg greind hans, fróðleiksíýsnin, frá- sagnarhæfileikinn og skáldgátan hefðu notið sín, hefðu aðstæður lians þurft að vera mjög á annan veg, skilningur samtíðarinnar meiri, hugarþelið frá menntamönnunum annað, lífsbyrinn stórum Ijúfari. Og í bókarlok skiljum við þannig við þetta stórvirka og hraðkvæða alþýðuskáld, þennan einmana hag- smið bragar á morgni aldar, sem gerzt hetur stórtækan á breytingar í íslenzku þjóðlífi en allar aðrar aldir til samans, að við hugsum til hans af einlægri hlýju og djúpri angurværð. Þorsteinn Magnússon hefur áreiðanlega ekki ritað þessa bók til þess að afla sér gengis sem rit- höfundur, en hún sýnir samt sem áður, að rithöfundarhæfileika hefur hann til að bera. Hann á mikinn orðaforða og segir frá a sinn sérstæða hátt, liann á ríkt skap og lieitt hjarta, og hann a vilja og getu til að mynda sér skoð- anir og dirfsku til að láta þær í ljós eins og honum býður við að horfa. Bókin hefði getað verið fastari í sniðunum, en ég hefði ekki viljað vinna til að hún yrði það, ef þa hefði nokkuð glatazt af sérleikn- um, hlýjunni og hispursleysinu. Giiðm. Gislason Hagalin■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.