Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 29

Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 29
SIGURÐUR NORDAL SJÖTUGUR 261 Loks er það frá Sigurði Nordal að segja, er mér þykir mest um vert af öllu. Það er maðurinn bak við verkin. Sjálfur hefur hann sagt, að sig hafi alltaf langað til að vera mann- eskja. Þeir einir, sem eru Sigurði persónulega kunnugir, skilja, hvað felst í þessum hógværu ummælum. Hann er ein- stakt ljúfmenni í viðmóti, höfðingi heim að sækja og gefur sér góðan tíma til að sinna gestum sínum. Með fám eða eng- um er skemmtilegra að blanda geði. Hann er fjörugur í lund, allra manna glaðastur. Betri förunaut getur ekki, hvort held- ur er á fáförnum þjóðvegi eða um einstigi og óbyggðir. Hann er brattgengur í bezta lagi, en gætinn í ógöngum, hef- ur ávallt um eitthvað hugþekkt að tala. Engan veit ég hafa eins mikið yndi af náttúrunni, dauðri og lifandi. Alls staðar sér hann einhverja fegurð, en dáist einkum að hlýlegum stöð- um, sem bjóða ferðamanninum faðm sinn og auganu hvíld. ^íér finnst Nordal að þessu leyti muni vera andlega skyld- astur Jónasi Hallgrímssyni, er sá betur en nokkur annar, sem vér höfuin sagnir af, yndisþokka árhvamms og bunulækjar, eð’a André Courmont, sem „hafði vakandi auga á hverri blæ- hreytingu á landi, lofti og legi,“ eins og Sigurður kemst að °rði í áður nefndri grein um þennan ástsæla gest Fjallkon- unnar. Án efa er þessi næmi meðfædd guðsgáfa að nokkru leyti, en getur líka þroskazt við umhverfisáhrif, ekki sízt á æskustöðvunum. Mér hefur dottið í hug, að Sigurður hafi llutt þennan hæfileika eins og fleira gott með sér heiman úr ^atnsdal, einhverri fegurstu sveit landsins. Mig minnir, að Se mjög hlýlegt á Eyjólfsstöðum, þar sem Sigurður fæddist °g sleit barnsskónum. Þaðan fór hann ungur út í heiminn 111 eð vegarnestið frá foreldrum og ætt, hlýhug fóstru sinnar °§ staðgóða fræðslu, er síra Hjörleifur Einarsson á Undir- fel11 lét honum í té. Fóstrunnar og síra Hjörleifs hefur Sig- Urður minnzt fagurlega í Áföngum og víðar. Giftudrjúg hef- Ur sú þríheilaga heimanfylgja reynzt honum. Um áratugi hefur hann eigi aðeins verið einn allra helzti leiðtogi vor lslendinga í vísinda- og bókmenntalegu tilliti, heldur og stað- skálda að leiða mynd Courmonts eins lifandi fyrir sjónir lesandans og ^Jgurði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.