Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 50
282 EIMREIÐIN í'etta eru menningarsöguleg verðmæti, sem vér teljum, að vér höfurn ekki efni á að glata, jafnsnauðir og vér erum af forn- um minjum. Búnaðarsagan, tungan, persónusagan, þjóðtrúin — um allt þetta og sitthvað fleira er margvíslegan fróðleik að sækja í örnefnin. íslenzka þjóðin var allt frarn á þessa öld fyrst og fremst land- búnaðarþjóð. Örnefnin, sem tengd eru landbúnaðinum, eru því ærið mörg. En breyttir búnaðarhættir hafa í för með sér stóraukna hættu á því, að þýðing slíkra örnefna glatist og jafn- vel þau sjálf. Það er engin fjarstæða, að notkun ýtanna muni þurrka út suma þá staði, sem bera slík örnefni — og þá um leið heiti staðanna. Selin gömlu eru nú aðeins fölgrænar rústir. Þar er nú hvorki selmatselja né selsmali. Þar gerast ekki nein ævintýri, en sög- ur og sagriir greina frá því, að sitthvað hafi þar áður gerzt sögulegt. Allir kannast við hina hugljúfu og sorgþrungnu sögu Selmatseljan, og minnisstæð verður sagan Heiðarkolla, sem Hallgrímur Jónsson frá Ljárskógum hefur skráð. Þá er ekki úr vegi að minna á frásögnina um biskupsbróðurinn, sem á leið sinni austur Mosfelisheiði kom við í Víkurseli og stóð þar við eina nótt. Smalinn reið til bæjar í skyndi og sagði gestkomuna, og Narfi bóndi í Vík söðlaði jó sinn og reið til sels. Aðkoma hans liafði það í för með sér, að Gísli Einars- son varð að taka dóttur bónda sér fyrir konu, og nú eru niðj- ar þein-a út um allt Island. Kringum selið voru staðir, sem báru nafn af því eða af notkun þeirra sem haglendis ásauðanna. Þar gátu verið Smjör- brekkur og Kjarnalautir, Hormýrar og Rytjur, allt eftir nota- gildinu fyrir búsmalann og bóndann. Svo var þá liægt að l^enda smalanum á, að hann skyldi lialda ánum til haga 1 Smjörbrekkunni, en forðást Rytju og Hormýri. Nú eru sum af þessum nöfnum gleymd, en önnur týnast í ár eða að ári, ef ekki er brugðið við og þeim bjargað. Stekkirnir voru líka grænir blettir kringum tóftir eða tófta- brot. Og þessir blettir vöktu minningar í hugum gamla fólks- ins. En þessar minningar voru ekki vafðar töfraljóma öræfa- fegurðar, heldur fylgdi þeim angurværð. Frá þeim enduróm- aði sár og sorgþungur jarmur litlu ferfættu málleysingjanna,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.