Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 14

Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 14
246 EIMREIÐIN að enn er hún flestum íslendingum nálega lokuð bók sökum þess, hve Nordisk Kultur er lítið útbreitt ritsafn hér á landi. Þegar Sigurður hafði fengið útsýni yfir menningarríki vort af hátindum fornbókmenntanna, sneri hann sér að kennileit- um síðari alda, ekki sízt þeirrar 19. og 20. Ritgerðir hans um Grím Thomsen, Matthías við Dettifoss, Bjarna Thorarensen, Einar Benediktsson, Steþhan G. Stephansson og Þyrna eru allar með handbragði snillingsins og mannþekkjarans, þrungn- ar skilningi á Iífi og kjörum þessara meistara, jafnframt því sem verk þeirra birtast í nýju ljósi og aukinni fjarvídd við túlkun Nordals og skýringar á þeim. Yfirgripsmestar þessara greina eru ritgerðir Sigurðar um Stephan G. Stephansson og um Þyrna. Á ritgerðina um Stephan hefur verið borið svo mikið og maklegt lof, að við það er ekki þörf að bæta miklu hér. Sigurður dregur fram andstæðurnar, sem toguðust á um Stephan í lífi hans og list, tíma og rúmi, skapi og skoðunum af svo miklum næmleika og frábærri fimi, að slíkt er ekki á færi annarra en þeirra, sem sjálfir sjá gegnum holt og hæðir. Jafnframt lýsir Nordal því á sannfærandi liátt, hvernig Stephani tókst að sameina mótsetningar tilfinninga, vits og vilja og skapa úr sinn mikla og heilsteypta persónuleika. Þó snertir ritgerð Sigurðar um Þyrna og Þorstein Erlingsson mig meir. í henni er rakinn lífsferill Þyrnaskáldsins í leiftrandi þáttum, um leið og hið táknrænasta er dregið fram í ljóð- um hans. Mest þykir mér þó um verð meðferð Sigurðar á trúarlífi og sálareigindum skáldsins, þróun hugsunar hans og' innri baráttu. Þegar ég fylgi Nprdal á ýmsum skeiðum asvi Þorsteins og sinnaskipta, efasemda og trúar, ádeilu og sam- úðar, uppreisnaranda og sáttfýsi, þá finnst mér að svo nærn hjarta nokkurs skálds hafi ég aldrei komizt sem Þorsteins, eV var gæddur svo ríkri samúð með öllu, sem þjáist, að hann gat aldrei sætzt við þá bölvalda tilverunnar, sem honum fund- ust eiga sök á ranglæti heimsins. Slík leiðsögri er aðeins örfa- um léð. Með frábærri kennslu sinni í Háskólanum, útgáfu lestrai- bóka og þessum og fleiri ritgerðum hefur Sigurður eigi aðeins fengið yngri kynslóðinni kyndla í hendur, heldur og kenn* henni að þekkja tign vorra beztu manna. Þó að Nordal kunnn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.