Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Side 18

Eimreiðin - 01.10.1956, Side 18
250 EIMREIÐIN Leikritið Uppstigning, annað aðalskáldverk Sigurðar, ritað á sextugasta aldursári hans, er vitanlega nokkuð annars eðlis en Fornar ástir, eigi aðeins að formi heldur og anda, lífs- skoðun og viðhorfi. Þessi munur er þó minni en fljótt á litið kann að virðast. Þó að séra Helgi, aðalpersóna sjónleiksins, láti fjötrast í viðjar borgaralegs skipulags, þá er harla ríkt í honum Álfs eðlið, sem allir lesendur Hels kannast við: klofn- ingur skapgerðar, sveimhygli, vöntun á einbeitingu. En líf séra Helga tók aðra stefnu. Nauðugur lærði hann til prests, náði kosningu fyrirhafnarlítið og varð síðan leikbrúða safn- aðarins. Ungan dreymdi hann um að verða skáld, dekraði við j^á hugsun eins og eftirlætisbarn, en vantaði allan vilja til að ná settu marki. Hann brast kjark til að segja það, sem honum bjó í brjósti, þorði ekki að fara einförum og ganga á fjöll, sem hann þó þráði, af ótta við, að liann yrði talinn undarlegur. Hann undi við tómt yfirskin, sýndarfrelsi, senr var hin versta kúgun. Allt Jretta leiðir gömul vinstúlka, sent séra Helgi hefur gert að listakonu, honurn fyrir sjónir, jiegar hún kemur í heimsókn og smýgur inn um gluggann til hans á næturþeli, gerir honum sannkallað rúmrusk. Við jressa djörfu aðför og hressilegu áminningu er sem Jóhanna veki séra Helga af mókinu. Að dæmi hennar tekur hann loks rögg á sig og gengur á Arnarfell, sem gnæfir í háleitri tign yfir þorpinu á Knarrareyri, þar sem séra Helgi er prestur, en af því að hann hefur gerzt hrotlegur gegn siðalögmáli fólksins, gerir það ýtrustu varúðarráðstafanir og hefur prestinn í bandi. Ég minni á þessi fáu atriði úr leiknum, af því að mér finnst hann eiga erindi. í honum er svo mikið af laundrjúgri kímni, raunsærri ádeilu, markvissu liáði, sem stefnt er gegn skin- helgi, yfirdrepsskap og hræsni, að hann ætti skilið að vera sýndur á hverju ári í öllum kaupstöðum landsins. Það gæti orðið til að ýta við ýmsu, sem umbæta jryrfti í landi og lundu. Til jaess ætla ég, að leikurinn sé gerður. Sé það misskilningur minn, er leikritið samt í sínu gildi. Persónur þess eru skemmti- legar, hver á sinn hátt. Flestar þeirra eru riStar skýrum drátt- urn. Þær eru lifandi fólk, senr fer sínar leiðir, jrróast og af- hjúpast, eftir því sem líður á leikinn. Atvik og viðbrögð eru

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.