Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 72

Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 72
304 EIMREIÐÍN „Ætlarðu ckki að biðja?“ spurði hún. „Þú ættir að vera guði almáttugum þakklátur fyrir, að þú ert ekki bak við lás og loku. Þú ættir að færa guði þakkir á hnjánum og biðja hann að fyrirgefa þér.“ „Hérna á varðstöðinni?" „Minnsta kosti gætir þú beðið til hans í hjarta þínu,“ sagði hún og lokaði augunum. Ég lokaði líka augunum og bað í hljóði: „Góði guð, ég þakka þér, að ])ú hefur komið mér út úr þessari klípu. Ég held þetta sé allt saman búið. Þeir geta ekki gert mér neitt að ráði, því að ég er aðeins fjórtán ára, — en þetta liefði getað orðið miklu verra, svo að ég þakka þér aftur, góði guð, og viltu gera svo vel, kæri frelsari, að reyna að sjá til þess, að systir Agnes sími ekki í gamla manninn. Ef þú ætlar einhvern tíma að bænheyra mig, þá láttn hana ekki segja pabba frá þessu núna.“ Bill Callen átti gamlan bílskrjóð, og hann ók honum rétt í þessu upp að gangstéttinni. Bill hafði verið nemandi systur Agnesar. Hann opnaði bíldyrnar og hjálpaði henni inn. „Er eitthvað að, systir? Get ég nokkuð hjálpað yður?“ „Það er ekkert að, Bil 1,“ sagði systir Agnes brosandi, „alls ekkert, — viltu gera svo vel og aka okkur til klaustursins?“ „Honum líka?“ Ég settist við hliðina á systur Agnesi. Bill horfði á mig og endurtók blíðum rómi: „Ef það er eitthvað, sem ég get gert, systir, hvað lítið sem er, þá látið mig bara vita.“ „Þakka yður fyrir, Bill.“ Hann hélt áfram að horfa á mig, og ég vissi, að hann var að hugsa um það, þegar við Jack settum geitina inn í bílinn hans á allraheilagramessu. „Gleymið því ekki, systir, að hve- nær sem er, þá er ég alltaf reiðubúinn, ef þér þurfið á mér að halda.“ „Heyrðir þú ekki, hvað hún sagði?“ mælti ég mynduglega. „Reyndu að koma þessum bílskrjóð til klaustursins, ef liann kemst þá svo langt.“ „Heyrðu, mér geðjast alls ekki að þér,“ sagði Bill og hleypti í brýrnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.