Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Page 72

Eimreiðin - 01.10.1956, Page 72
304 EIMREIÐÍN „Ætlarðu ckki að biðja?“ spurði hún. „Þú ættir að vera guði almáttugum þakklátur fyrir, að þú ert ekki bak við lás og loku. Þú ættir að færa guði þakkir á hnjánum og biðja hann að fyrirgefa þér.“ „Hérna á varðstöðinni?" „Minnsta kosti gætir þú beðið til hans í hjarta þínu,“ sagði hún og lokaði augunum. Ég lokaði líka augunum og bað í hljóði: „Góði guð, ég þakka þér, að ])ú hefur komið mér út úr þessari klípu. Ég held þetta sé allt saman búið. Þeir geta ekki gert mér neitt að ráði, því að ég er aðeins fjórtán ára, — en þetta liefði getað orðið miklu verra, svo að ég þakka þér aftur, góði guð, og viltu gera svo vel, kæri frelsari, að reyna að sjá til þess, að systir Agnes sími ekki í gamla manninn. Ef þú ætlar einhvern tíma að bænheyra mig, þá láttn hana ekki segja pabba frá þessu núna.“ Bill Callen átti gamlan bílskrjóð, og hann ók honum rétt í þessu upp að gangstéttinni. Bill hafði verið nemandi systur Agnesar. Hann opnaði bíldyrnar og hjálpaði henni inn. „Er eitthvað að, systir? Get ég nokkuð hjálpað yður?“ „Það er ekkert að, Bil 1,“ sagði systir Agnes brosandi, „alls ekkert, — viltu gera svo vel og aka okkur til klaustursins?“ „Honum líka?“ Ég settist við hliðina á systur Agnesi. Bill horfði á mig og endurtók blíðum rómi: „Ef það er eitthvað, sem ég get gert, systir, hvað lítið sem er, þá látið mig bara vita.“ „Þakka yður fyrir, Bill.“ Hann hélt áfram að horfa á mig, og ég vissi, að hann var að hugsa um það, þegar við Jack settum geitina inn í bílinn hans á allraheilagramessu. „Gleymið því ekki, systir, að hve- nær sem er, þá er ég alltaf reiðubúinn, ef þér þurfið á mér að halda.“ „Heyrðir þú ekki, hvað hún sagði?“ mælti ég mynduglega. „Reyndu að koma þessum bílskrjóð til klaustursins, ef liann kemst þá svo langt.“ „Heyrðu, mér geðjast alls ekki að þér,“ sagði Bill og hleypti í brýrnar.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.