Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Page 59

Eimreiðin - 01.10.1956, Page 59
Vestur-íslenzkt skáld ©á Ijóðakýðandí eitir Indriða Indriðason. Ýmsir munu þeir vera meðal lesenda Eimreiðarinnar, sem kemur nafnið Páll Bjarnason lítt kunnuglega fyrir sjónir og vita óljós deili á manni þeim, og er það að vonum. Þeir, sem kunnugir eru vestanblöðunum, Heimskringlu og Lögbergi, að fornu og nýju, kannast aftur á móti mætavel við stafina P. B. og hafa lengi haft hugmynd um, að bak við þá dyldist skáld, sem fróðlegt væri að kynnast nánar en lestur stakra vísna og ljóða endrum og eins á skotspónum gefur tækifæri til. Það hefur lítið verið skrifað um Pál Bjarnason og ljóðagerð hans og þýðingar, enda liafa kvæði hans ekki verið tiltæk nema á tvístringi. Það var nú fyrst fyrir fáum árum, að hann gaf út ljóð sín á íslenzku og þýðingar á ensku í tveimur bók- um. Árið 1953 gaf Páll út kvæðabókina Fleygar, prentuð í Winnipeg, 270 blaðsíður að stærð. Tæpir tveir hlutar bókar- innar eru frumort Ijóð, en þriðji hlutinn þýðingar úr ensku. Er þar á meðal ýmislegt merkra kvæða, svo sem Grafreitur- inn eftir Thomas Gray og Fanginn í Reading eftir Oscar Wilde. — Ári síðar gaf Páll út aðra ljóðabók. Hún er öll á enskri tungu og lieitir Odes and Echoes, prentuð í Vancouver, 186 blaðsíður. í bókinni eru nokkur kvæði frumort á ensku, en að meginstofni er bókin þýðingar úr íslenzku. Eru það i iimlega sjötíu kvæði eftir þrjátíu íslenzka höfunda. Er þar af skemmst að segja, að hér er um að ræða merkilegt verk, °g vafasamt að annað sé merkara að finna varðandi íslenzkar l.jóðaþýðingar á enska tungu, þrátt fyrir þýðingar Watsons Kirkconnell, Jakobínu Johnson og ýmislegt fleira, er vel hefur verið gert í þeim efnum.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.