Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Side 62

Eimreiðin - 01.10.1956, Side 62
294 EIMREIÐIN sonar og bróðir Þorsteins prests, er þá bjó að Hálsi í Fnjóska- dal og lengi síðan. Þorsteinn prestur var atgervismaður til sálar og líkama, glímumaður mestur þeirra, er komið höfðu í Bessastaðaskóla, bréfvinur og samherji Jóns Sigurðssonar og frumkvöðull að ýmsu því í héraði, er stefndi til framfara og viðreisnar. Bjarni bóndi í Víðidal lézt þar árið 1850. Bjó ekkjan þar áfram með sonum sínum, unz Páll er var elztur þeirra bræðra, tók við búi í Víðidal. Næstur honum að aldri var Bjarni, fæddur 12. marz 1840. Hann fór í vist að Möðrudal og var síðan um skeið í vinnumennsku á Hólsfjöllum og síðar í Vopnafirði. Þar eystra kvæntist hann, er tímar liðu, og fluttust þau hjón til Vesturheims eitt fyrsta vesturferðaárið, 1873, þá nýgift. Kona Bjarna Bjarnasonar hét Gróa. Foreldr- ar hennar voru Jón Níelsson, Evertssonar Wíum og Málfríð- ur Ólafsdóttir. Þau eru kennd við Ásgrímsstaði í Hjaltastaða- þinghá. Ári síðar en Bjarni fór vestur, tók Páll bróðir hans sig upp með konu og sex börn og ákvað Ameríkuför, en þá hafði liann búið nokkur ár á Kambsstöðum í Ljósavatnsskarði, land- seti og nágranni Þorsteins prests föðurbróður síns. Meðan Páll beið skips á Akureyri með fjölskyldu sína, veiktist kona hans og dó. Páll hélt för sinni áfram, en skilja varð hann eftir yngsta barn sitt, tveggja ára son, í uppeldi hjá vandalausu fólki, og sáust þeir ei síðar. Bjarni og Gróa settust fyrst að í Wisconsin-fylki, en fluttust 8 árum síðar til fslendingabyggðarinnar í Dakota Territory, og þar er skáldið Páll Bjarnason fæddur, nálægt þeim stað, er þorpið Mountain stendur, 27. marz 1882. Páll ólst upp í fátækt og naut ekki skólamenntunar ann- arrar en venjulegrar barnafræðslu. Hann vann á býli föður síns við landbúnaðarstörf og var nokkra vetur við barna- kennslu. Árið 1906 flutti hann norður til Kanada og gerðist landnámsmaður í Vatnabyggðinni í Saskatchewan. Hann kvæntist 1912 Halldóru Jónsdóttur og um það leyti settist liann að í þorpinu Wynyard og átti þar heimili um tuttugn ára skeið. Fékkst hann þar við fasteignasölu og bílasölu og fleiri skyld störf. Árið 1933 fluttu þau hjón til Vancouver á

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.