Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1960, Side 20

Eimreiðin - 01.05.1960, Side 20
108 EIMREIÐIN láta og dálítið seimdræga rödd spyr, hvort ég mundi hafa mögu- leika á að líta inn til Einai's Kvarans þetta kvöld. Já, — ég hef tækifæri til þess. Ég fór fullur eftirvæntingar á fund þessa manns. Hvað skyldi hann vilja mér? Milda mig í andstöðu við áróðursvinnubrögð hans sem listamanns, draga mig í dilk sinn í boðun þess siðalögmáls, sem hann hafði gert meir og meir að sínu? Onei, nei. Hann minnt- ist bókstaflega ekkert á mál dagsins — ekki í fyrstu. Og ég reyndi að afla mér upplýsinga um sitthvað gamalt, frá bernskuárum lians, skólaárunum, Kaupmannahafnarárunum, Ameríkuvistinni og síð- ast en ekki sízt árunum hér á íslandi um aldamótin og upp úr þeim. Og sannarlega sagði hann mér margt, sem of langt er hér urn að fjalla, bæði af sér og sínum viðhorfum og af mönnum og mál- efnum, en var einstaklega varfærinn í dómum, einkanlega uffl menn: „Menn,“ sagði hann og dró seiminn, „um þá má sannarlega oft segja, að þeir séu svo flæktir í neti skapsmuna sinna og ytri að- stæðna, að þeir viti ekki, hvað þeir geri.“ Hann tók dýpra og ákveðnara í árinni, þegar rætt var um mál- efnin, og hann var enn — eins og raunar kom fram í greinum hans í Verði, sem hann skrifaði eftir beiðni Kristjáns Albertssonar rit- stjóra, maður framfara og þróunar, og furðu trúr hugsjónum sín- um frá æskuárunum. Hann gat aðeins ekki fylgt gömlum sam- herjum í neikvæðri niðurrifsstefnu þeirra í andlegum málum- Hann var meira að segja svo mikill raunhyggjumaður, að honurn hraus hálfgert hugur við hinni nýju rómantík annars áratugs 20. aldarinnar hér á landi. Hann sagði við mig um Georg Brandes: „Ef Brandes hefði ekki verið Gyðingur, þá hefði hann orðið Dönum nýr Grundtvig, þ. e. að segja óneitanlega miklu minna rómantískur Grundtvig en sá, sem átti upptök að lýðháskólunum-“ En hvert var svo erindið við mig? Að ræða, að skýra, að rök- styðja við mig mikilvægasta málið í heimi, eins og þeim kom sarn- an um öðrum eins vitmönnum og Einari Kvaran, Þórði Sveinssyni og Haraldi Níelssyni að þar væru hinar að þeir töldu óræku sann- anir fyrir öðru lífi eftir þetta. Og aldrei kom ég svo til Reykjavík- ur á árunum 1930—1937, að Einar Kvaran hringdi ekki til mín og byði mér að koma til sín og sinnar ljúfu og elskulegu konu — og hvar sem ég reyndi að koma umtalsefninu, varð það ævinlega að lokum og miklu mest hið eina og sama. Ég skal ekkert og mér ferst
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.