Eimreiðin - 01.05.1960, Blaðsíða 26
Börnin þrættu. Þau voru öll á
móti einu. Gesturinn heyrði ekki,
hvað þeim bar á milli. Þau fóru
leiðar sinnar öll, nema stúlkan, sem
ekki gat lynt við hin. Hún kom
beint til hans, brosandi og einarð-
Jeg, og spurði án þess að heilsa:
„Vilt þú koma á Laufskálahátíð-
ina með mér?“
Spurningin var óvænt, en hann
lét sem ekkert væri: „Já, mig hefur
lengi langað til þess.“
Stúlkan leyndi ekki undrun
sinni: „Langað til þess! Lengi! Viss-
ir þú um hátíðina okkar?“
Hún hélt víst, að hann væri
heimskur. Það var auðséð á henni.
Hann skannnaðist sín.
„Nei, nei, ég veit ekki um neina
hátíð. Það er mánudagur," sagði
liann í alvöru.
Þá fékk hún álit á honum aftur
'Og tók til máls: „Já, það er mánu-
dagur. En við látum sem sé hátíð.
'Við, krakkarnir íengum ekki að
fara á samkomuna í gær. Þess vegna
höfum við hátíð í dag og höldum
veizlu. Okkur kom saman um að
kalla veizluna eitthvað og látast
vera eitthvað. Mér datt strax í hug
að lialda Laufskálahátíð. Er það
ekki fallegt nafn? Ég vaknaði
snemma í morgun. Og nú skal ég
sýna þér, hvað ég er búin að gera
gamla bæinn skrautlegan, hengja
upp skógviðarhríslur og allt mögu-
legt. Ég hélt, að krökkunum þætti
gaman að þessu. En livað heldurðu
að þeir geri, krakkarnir í Efri bæn-
um?“
„Ég veit ekki.“
„Krakkarnir eru að undirbúa
r*■
Karlinn, sem
sat og hugsaði
V
leik úti í rétt. Þangað eru komin
barefli og blikkdósir, til að hafa
á hausnum fyrir hjálma. Og svo á
að vera Grundarbardagi. Hann
byrjaði á veizlu. En mér er alveg
sama. Ég vil, að allar sögur fari
vel. Og ég verð ekki með þar-
Komdu.“
Þau stóðu á hlaðinu og hún gekk
út að gamla bænum, sem fólkið
var nýlega flutt úr. Hann fylgdist
þegjandi með henni inn dim®
göngin. Hún hafði þvegið gamla>
gisna fjalagólfið ótrúlega vel og
fágað gluggarúðurnar. Hreinlegu®
pokum var stungið upp í brotna
glugga. Hún hafði hengt fjalldrapa
og skógviðarhríslur á þilin og upP
um skarsúðina og skreytt þær fífl'
um og sóleyjum.
Hann var ungur, en þó kominn
af þeim aldri, þegar leikurinn er
alvara, og hann vissi, að stúlkan sá
laufskálann sinn öðrum augum en
hann. Ósjálfrátt fann hann, að ei£,>
hvað var í þessu, sem hann skildi
ekki.