Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1960, Page 32

Eimreiðin - 01.05.1960, Page 32
120 EIMREIÐIN varð honum fráhverf. En að sögn séra Friðriks var hún keypt til að slíta öllu sambandi við hann. Ef þetta er rétt, lætur það að líkum, iivílíkar sálarkvalir hið unga, gáf- aða skáld hefur rnátt þola, er það kveður æskuást sína með níðvísu, enda mun séra Jón aldrei hafa orðið samur maður, eftir að leið- ir þeirra Jórunnar skildi. Þetta varð hans æviraun, og mun fylgi- kona hans, fátæktin, hafa valdið mestu um, að svona fór. Um þessar mundir missir séra Jón föður sinn (1773), en móðir hans var þá látin fyrir nokkrum árum. Stendur liann nú einn uppi, ástvinum sviptur, embættislaus og snauður. Þá vill honum það til happs, að prentsmiðja er flutt til íslands og sett niður í Hrappsey 1773. Var bannað að prenta í henni annað en veraldlegar bækur. Jón var kunnur fyrir skáldskap sinn, og varð það til þess, að hann flytzt til Hrappseyjar þetta sama ár og átti m. a. að starfa við út- gáfu rita þar. Með því fyrsta sem prentað var í Hrappsey voru nokk- ur kvæði Tullins í þýðingu séra Jóns, og vöktu þau mikla athygli og voru endurprentuð nokkrum ár- um síðar með viðaukum. Annars kveður lítið að kveðskap Jóns um þessar mundir. Hann yrkir erfi- ljóð, sálma, brúðkaupsvísur. Þetta er þokkaleg iðnaðarvara, en ann- að ekki. Gamanbögur orti hann jafnan og kersknivísur. Þannig brynjar hann sig gegn hleypidóm- um samtíðar sinnar og þungum harmi. Um þessar mundir bjó í Hrapps- ey Bogi Benediktsson, frani- kvæmdamaður mikill og auðugur- Hann varð eigandi prentsmiðjunn- ar þegar árið eftir komu Jóns. Dóttur átti Bogi, er Margrét hét. Felldu þau Jón ltugi saman, og kvæntist hann henni árið 1774, en árið eftir eignast þau dóttur, Guð- rúnu, er kona varð séra Eyjólfs Gíslasonar. Settu þau hjón fljót- lega bú saman í Galtardal, þar sem húsbóndinn kallaði sig Galtardals- krumma. Komust þau þar nokk- urn veginn af, enda þótt séra Jón væri lítill búmaður, en kona hans bætti hann þar upp, því að hún var búsýslukona mikil, stórlynd og fylgin sér. Ekki leið á löngu, unz í ljós kom, að þau hjón áttu ekki skap saman, hún ung og lítt reynd, en hann með beiska lífsreynslu að baki. Séra Jón fýsti að fá hempuna aft- ur, en árin liðu, unz slíkt næði fram að ganga. Það var ekki fyrr en að áliðnu sumri árið 1786, að honum er veitt uppreisn með kon- ungsbréfi, en vissara þótti þeim visu herrum að setja svo brotleg- um presti skilyrði fyrir uppreisn- inni: Hann mátti ekki gegn^ prestsskap í Skálholtsbiskupsdæmi- Svo er það árið 1788, að séra Árni Tómasson á Bægisá andast og hlýtur þá hinn brotlegi prestur veitingu fyrir kallinu. Hann held- ur til brauðs síns þegar um haust- ið, kemur gangandi og fátæklega til fara heim að Hólum um veturn®1' ur, heldur svo þaðan norður. Síðan vill hann fá Margréti,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.