Eimreiðin - 01.05.1960, Blaðsíða 47
'Rósin og stjakinn
ÆVINTÝRI
eftir
Ólöfu Jónsdóttir.
Stjakinn var alltaf vel til fara. Hann átti heima á lieldri manna
setri og stóð sífellt á sama staðnum á stóru dökkleitu slaghörp-
unni í stofunni, sem var vel búin húsgögnum og einkar hlýleg.
Stjakinn hafði lengi horft á lífið líða fram hjá eins og það er
skrítið og dularfullt.
Og svo bar til einn bjartan, ferskan júlímorgun, að stór vöndur
rauðra rósa var borinn í stofuna. Rósirnar voru settar í stóran
gólfvasa, því að þær höfðu svo langa stilki. Meðal rósanna var ein
undarlega dökkleit. Og líklega var það þessi djúpi, dökki blær í
lu hennar, sem dró athyglina að henni einni, því að ekki var hún
st*rri en hinar rósirnar. Og hún gat brosað svo fallega, að manni
hitnaði um hjartað. Og stjakinn varð þegar ástfanginn. Örlagadís-
|n* sem er svo óútreiknanleg í háttum sínum, kom líka við hjá rós-
lnni dökkrauðu og hvíslaði í eyra henni. En varla hafði hún sleppt
°rðinu, þegar fíngerð hönd kom, tók rósina og lagði hana á slag-
i'órpuna hjá stjakanum. Þannig hittust þau tvö.
Síðan liðu nokkrar stundir í þögn, og skammvinn er blómanna
Að síðustu herti stjakinn upp hugann og sagði:
Ó, hve þú ert falleg.
Þá roðnaði rósin. En stjakinn hélt áfram að tala, því að hann
Var altekinn heitri tilfinningu.
I kvöld, þegar allt hnígur til hvíldar, langar mig til að lýsa þér