Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1960, Page 54

Eimreiðin - 01.05.1960, Page 54
142 EIMREIÐIN — Fullkomlega, svaraði Tar- harka og leit niður, til að hylja fyrirlitningarbrosið á vörum sér. Eins og það væri nokkur hætta á því, að hann dirfðist að líta þeim augum á æðstu kvenveru ríkisins, hennar hátign, drottninguna. — Jæja, þetta er útkljáð mál. Mundu að korna nógu snemma. Menebre kvaddi með stuttri hneigingu og dró sundur purpura- tjöldin. Tarharka gekk út úr höll- inni, svo hnarreistur og tígulegur, að hermaðurinn á verðinum heils- aði djúpt og virðulega. Hinir brúnu fingur Tarharkas hnoðuðu og mótuðu leirinn. Hug- ur hans var allur í uppnámi. Hverj- um hefði getað dottið í hug að Nesaru drottning væri svona yndis- leg? Þegar honum var vísað inn til hennar, féll hann í stafi af undrun. Það hafði áreiðanlega verið hálf mínúta, sem hann stóð uppréttur, þögull og steinþegjandi, þangað til hann mundi eftir því að falla á kné, liorfa til jarðar, og heilsa eins og við átti. Yndisleg rödd, með örlitlum hreim af stríðni, sagði: — Rís á fætur, Tarharka. Færið honum vín, einhver ykkar. Tar- harka hneig niður á hinn lága stól, sem Nesaru benti honum á. Eins og í móðu sá hann glitrandi klæði ambáttanna, sem hópuðust utan um hann, og buðu honum vín, kökur og ávexti. Ósjálfrátt tók hann við því, sem að honum var rétt. Hann var enn undir áhrifum umhverfisins, og þá fyrst og fremst gripinn af hinni töfrandi fegurð Nesaru. Varir hennar voru rauðar og blóðríkar, með djúpurn, leyndar- dómsfullum munnvikum. Hörund- ið var sem hunang á litinn. En það voru aðallega augu hennar, sem töfruðu Tarharka. Þau voru brún að lit, djúp og ómælanleg sem hafið, og augabrýr hennar voru dregnar upp í langar skásettar lín- ur. Hárið hafði hún í mörguni, löngum fléttum, sem voru gegnum- stungnar og samanvafðar með gull- þráðum. í stað hinnar liáu, konunglegu kórónu, bar liún krans úr bláum lótusblómum. Salurinn var ekki mjög stór. Veggirnir voru þaktir rnyndum sjaldgæfra fugla og dýra, og sumstaðar syntu fiskar innan um stilka lótusblómanna. Hér og þar stóðu stórir blómsturvasar úr ala- bastri, er fylltu loftið þungum ilmi- Ambáttir dönsuðu eftir liljóðfalli liulinna strengleika í hinum enda salarins, sem vissi út að lrallargarð- inurn. Og hvíslandi hirðmeyjar sátu við fótskör drottningarhásætisins og horfðu skínandi, en athugulum augum á hinn unga myndasmið. Nesaru talaði við hann um verk hans. — Það er sagt, að þú hafir l®1'1 hjá hinum færustu meisturum, sagði hún. — Faðir minn var minn bezti kennari, svaraði Tarharka. — Hann var mikill listamaður. — Sagt er, að þú gerir honum enga skömm til, sagði drottningin og brosti.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.