Eimreiðin - 01.05.1960, Síða 54
142
EIMREIÐIN
— Fullkomlega, svaraði Tar-
harka og leit niður, til að hylja
fyrirlitningarbrosið á vörum sér.
Eins og það væri nokkur hætta á
því, að hann dirfðist að líta þeim
augum á æðstu kvenveru ríkisins,
hennar hátign, drottninguna.
— Jæja, þetta er útkljáð mál.
Mundu að korna nógu snemma.
Menebre kvaddi með stuttri
hneigingu og dró sundur purpura-
tjöldin. Tarharka gekk út úr höll-
inni, svo hnarreistur og tígulegur,
að hermaðurinn á verðinum heils-
aði djúpt og virðulega.
Hinir brúnu fingur Tarharkas
hnoðuðu og mótuðu leirinn. Hug-
ur hans var allur í uppnámi. Hverj-
um hefði getað dottið í hug að
Nesaru drottning væri svona yndis-
leg? Þegar honum var vísað inn til
hennar, féll hann í stafi af undrun.
Það hafði áreiðanlega verið hálf
mínúta, sem hann stóð uppréttur,
þögull og steinþegjandi, þangað
til hann mundi eftir því að falla á
kné, liorfa til jarðar, og heilsa eins
og við átti.
Yndisleg rödd, með örlitlum
hreim af stríðni, sagði:
— Rís á fætur, Tarharka. Færið
honum vín, einhver ykkar. Tar-
harka hneig niður á hinn lága stól,
sem Nesaru benti honum á. Eins og
í móðu sá hann glitrandi klæði
ambáttanna, sem hópuðust utan
um hann, og buðu honum vín,
kökur og ávexti. Ósjálfrátt tók
hann við því, sem að honum var
rétt. Hann var enn undir áhrifum
umhverfisins, og þá fyrst og fremst
gripinn af hinni töfrandi fegurð
Nesaru.
Varir hennar voru rauðar og
blóðríkar, með djúpurn, leyndar-
dómsfullum munnvikum. Hörund-
ið var sem hunang á litinn. En
það voru aðallega augu hennar,
sem töfruðu Tarharka. Þau voru
brún að lit, djúp og ómælanleg
sem hafið, og augabrýr hennar voru
dregnar upp í langar skásettar lín-
ur. Hárið hafði hún í mörguni,
löngum fléttum, sem voru gegnum-
stungnar og samanvafðar með gull-
þráðum.
í stað hinnar liáu, konunglegu
kórónu, bar liún krans úr bláum
lótusblómum. Salurinn var ekki
mjög stór. Veggirnir voru þaktir
rnyndum sjaldgæfra fugla og dýra,
og sumstaðar syntu fiskar innan um
stilka lótusblómanna. Hér og þar
stóðu stórir blómsturvasar úr ala-
bastri, er fylltu loftið þungum ilmi-
Ambáttir dönsuðu eftir liljóðfalli
liulinna strengleika í hinum enda
salarins, sem vissi út að lrallargarð-
inurn. Og hvíslandi hirðmeyjar sátu
við fótskör drottningarhásætisins
og horfðu skínandi, en athugulum
augum á hinn unga myndasmið.
Nesaru talaði við hann um verk
hans.
— Það er sagt, að þú hafir l®1'1
hjá hinum færustu meisturum,
sagði hún.
— Faðir minn var minn bezti
kennari, svaraði Tarharka. — Hann
var mikill listamaður.
— Sagt er, að þú gerir honum
enga skömm til, sagði drottningin
og brosti.