Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1960, Page 70

Eimreiðin - 01.05.1960, Page 70
158 EIMREIÐIN mölva húsgögn, lemstra leiknauta og skemma framleiðslutæki, eða var það ekki þetta þrennt, sem gekk í stað gleði á Siglufirði síð- astliðið sumar og þar og víða ann- arsstaðar áður? — Og svo að anda að sér táragasi skemmtuninni til áréttingar. Var þar nokkur glaðari? Voru þeir sælir þessir 12, sem lækni þurfti að sækja til? Voru þeir það, sem höggin reiddu ellegar lögregluliðið? Kættust þeir kannske, sem heil- vita horfðu á heilsu og efnahag samborgara sinna spillt eftir föng- um? Nei, þetta framantalda voru mistök, eintóm bjánalæti. Ekki var þar unaður íslenzkrar þjóðar, hvorki sá nytsami né neinn ann- ar. Hitt er gleðin, að gleðja aðra nána eða ótengda og verja sér til þess sjálfum, og það höfum bæði við og aðrar þjóðir gert mest verka síðan Mannheimur byggðist, þótt hér sé einnig barið og borizt á banaspjótum, að öðrum kosti væri heimurinn mannlaus, því enginn stenzt án stuðnings annarra. Sjálf- stæður er aðeins steindauður klett- urinn. Ölmusur drottins eru um- ræðuefni prestanna og skulu hér ótaldar, en gjafir grannanna eru, þegar saman kemur, óverðskuldað- ar og umfram verðleika, þrátt fyrir heimsstyrjaldir og hvers kon- ar önnur ótíðindi. „Hvað er þá orðið okkar starf?“ spurði Jónas Hallgrímsson, og mætti svo enn spyrja viðvíkjandi verkum til hagsbóta búi og grönn- um. Við höfum spillt landi okkar, en vonir standa til, að það kunni að vera goldið að nokkru með því, sem búið er að borga af bætt- um húsakosti, auknum túnum, vegum, skipastóli, höfnum, vit- urn og fenginni kunnáttu til að gæta gæða þess betur síðar. En það eina, sem ugglaust er að sé heiðarlegt endurgjald lífs og láns eru bókmenntir okkar. Islendingasögurnar og Eddurn- ar eru enn — hvað sem um fleira er — órengdur gjaldmiðill fyrir gefin ár, þótt enginn sanni að nægur sé fyrir þeim öllum eða muni endast sem áteyrir í eilífar tíðir. Hvaða gróðurbeð höfum við þá að rækta um sinn, svo að verða megi komandi kynslóðum gild' andi aðgangseyrir að eigin landi — og sjálfs manns sjó — ekki að gleyma? Skyldi ekki enn vera ráð að leita á náðir hreppstjórans í Mý' vatnssveit látins fyrir nærri hálfn öld og þiggja ráð hans, að slá á Breið, þ. e. að stunda atvinnuvegi sína eyðslu- og undandráttar-laust? Það kann að vísu að þykja full hversdagsleg lausn til svölunar list- gáfum og frumleika hinna sjald- gæfari — og því dýrmætari — vú' menna landsins, en velta mætti þvl fyrir sér. Þorgils gjallandi hefði aldrei þurft að gera grein fyrir yndi sínu, ef hann hefði verið einn af þessum meðallags Jónum, sem búa á öðru- hverju koti og ekkert vita öðrum betur. Hann bar af. Og það, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.