Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Side 26

Eimreiðin - 01.09.1968, Side 26
172 EIMREIÐIN að vinna að skipulagi og eflingu safnsins. Það eitt þótti mér skyggja á í fyrstu, að ég gat ekki lifað af bókavarðarlaunum einvörðungu. En þá sagði Vilmundur Jónsson: „Þú verður að kenna.“ „Kenna, hvað á ég að kenna?“ spurði ég. „Ég hef aldrei kennt, nú og svo get ég kannski ekki haldið uppi aga, og þá lief ég ekki skaplyndi til að kenna.“ „Þú getur sagt nemendunum í gagnfræðaskólanum frá íslenzkum skáldskap og lesið fyrir þá það, sem þeir skilja,“ sagði Vilmundur. „Mér finnst þú hafir hæfileika, bæði sem ræðumaður og upplesari." Það varð svo úr, að ég fór að kenna bókmenntir við gagnfræða- skólann, og það tókst ekki verr en svo, að ég hafði ekkert fyrir því að halda aga — ég vissi ekki einu sinni hvað það var. Og það, sem betra var, að mér virtust unglingarnir hafa ákaflega gaman af því, sem ég ræddi við þá og las fyrir þá. Bókmenntafræðsluna í skólan- um tengdi ég svo nánar bókasafninu, þannig að ég kenndi ungling- unum að notfæra sér safnið í miklu ríkari mæli en áður og leið- beindi þeim við bókaval. A þennan hátt uppgötvuðu unglingarnir að hægt var að verða sér þarna úti um fróðleik um ýmsa hluti, sem þeir héldu að alls ekki væri hægt að læra af bókum. Og nem- endurnir tengdust safninu brátt svo nánum tengslum, að ég hef komizt að því, mér til mikillar gleði, að bókin hefur alltaf síðan verið mörgu af þessu fólki nauðsynlegur félagi og vinur, en þessir nemendur mínir skiptu hundruðum þau 17 ár, sem ég kenndi við skólann. Auk þess kenndi ég vélstjórum og skipstjórum íslenzku og loks var ég skólastjóri kvöldskóla um nokkur ár, og óx hann úr 24 nemendum í 76, en í þessurn skóla var fólk á ýmsum aldri, sem ekki var skyldugt til þess að sækja skóla, en hafði til að bera menn- ingarlegan áhuga og metnað. Flest af þessu fólki tengdist líka bóka- safninu og lærði að notfæra sér það. í sambandi við starf mitt í safninu kynntist ég mjög náið mörgu fleira fólki, þekkti orðið áhugamál þess og skoðanir, og ég gerði mér far um að velja því bækur til lestrar við þess hæfi — þó þannig, að bókmenntasmekkur þess og þroski smáþróaðist til réttrar áttar. Fyrstu þrjú árin, sem ég var á ísafirði, skrifaði ég nauðalítið, enda fannst mér ég hefði ærið verk að vinna í bókasafninu, og reyndar lenti ég í margvíslegu vafstri öðru. Árið 1929 kom þó út Gnð og lukkan, en í þeirri bók var meðal annars sagan Mannleg náttúra, sem sumum þótti helzt til berorð og bersögul. Þess vegna þótti mér einkar vænt tim það, þegar vinur minn, Jóhann Jónsson

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.