Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Side 66

Eimreiðin - 01.09.1968, Side 66
212 EIMRF.IfílN er og sá einn vinur, er í raun reynist. Ásdis: Eldur er beztur með ýtason- um og sólarsýn, heilindi sitt ei hafa náir, og án löst að lii'a. Grettir: Vera kann, að mér sé nokkurs vant unt meðalhófið, og er sá eldurinn heitastur, er á sjálfum brennur, en þó er þess getið sent gert er. Ásdis: Meðalsnotur skyldi manna hver, ævi til snotur sé. Örlög sín viti engi fyrir. Þeim er sorglaus- astur seíi. Grettir: Ekki kvíði eg því, sent verða vill, og munu örlög ráða um minn hag sem annarra. Ásdis: Satt er það, að engi má renna undan því, sem honum er áskapað, en sjáðu vel fyrir svik- um og gæt þín vel fyrir gern- ingum. Er fátt rammara en forneskjan. Grettir: Ekki hræðumst vér slíkt, og skal það sagt verða, ef eg verð með vopnum sóttur, að þú lial'ir son átt en ekki dóttur. (Hann kveður hana.) Ásdis (grætur): Far heill, sonur. (Við sjálfa sig.) Vont er að sjá fyrir forlög manna. Væri vel, ef Gretti entist gifta Ingimundar forföður síns. En erfiðlega hafa mér draumar gengið. (Mælir fram.) Of mjög bíta, — eg sá einum hal, orð illrar konu. Fláráð tunga verður honum að fjörlegi, þegi af sanna sök. III. ÞÁTTUR Skálinn á Þórhallsstöðum i For- sceludal. Þórhallur bóndi kemur inn og með honum Jökull liárðar- son og Grettir. Þórhallur: Vertu velkominn hing- að, Jökull bóndi, og þið Grettir báðir. Eruð þið mér hinir mestu aufúsugestir, en ykkur mun kunnugt um vandræði mitt. Eru hér reimleikar svo miklir, að ekkert stenzt við. Jökull: Eg gerði ferð mína hingað að bæn Grettis frænda míns. Var eg ófús fararinnar, en hann fýsti ntjög að sjá, hversu hér væri unt gengið. Grettir: Víst er mér forvitni á þeim hlutum, að lieyra sent gerzt frá tíðindum og hversu það bar til, að slík ódærni eru hér áorð- in. Þórhallur: Til mín kom í haust sauðamaður sá, er Glámur hét, Var liann stirfinn og viðskota- illur, trúlaus ntjög og hverjum manni hvimleiður. Grettir: Hvað er það til marks, að þú veitir húskarli þínum svo ófagurt eftirmæli. Þórhallur: Það vil eg helzt telja, að Glámur vildi aldrei í kirkju koma og aldrei fasta. Taldi hann það hindurvitni ein og heimtaði jafnan mat sinn og hótaði afarkostum ella. Grettir: Vorkunn er það nokkur þeint, sem úti starfa, að vera matbráðir og láta sér tómlega um föstur og helgihald, er og mat- urinn mannsins megin.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.