Eimreiðin - 01.09.1968, Page 24
170
ÉÍMREIÐÍS!
foreldrar mínir höfðu — en þó leggja stund á skáldskapinn. Það
hafði mikil áhrif á mig að alast upp á svo fjölmennu heimili, og
ég hafði afargaman af því að umgangast og tala við hjú foreldra
minna, og margt af þeim urðu trúnaðarvinir mínir. Ég var afar
forvitinn um hagi og hegðun fólksins, og ég komst blessunarlega
snemma að því, að til þess að öðlast trúnað og fá innsýn í viðkvæm
leyndarmál þess, gilti að kunna að þegja um það, sem manni var
sagt. Þá fékk maður meira að vita, og svo var hitt, að ég vissi, að
gaspur gat koinið illu til leiðar. Móðir mín sagði líka við mig:
„Það er gott að þú ert ekki eins kjöftugur og þú ert forvitinn!"
Breyttar aðstæður í sveitunum við sjávarsíðuna ollu því, að for-
eldrar mínir voru allt að því neydd til að flytja frá Lokinhömrum
og stofna svipað heimili og önnur, er þá höfðu orðið til í smáþorp-
unum vestra. Eftir þetta fannst mér allt fátæklegra og fáskrúðugra.
Slíkar breytingar urðu reyndar víðast hvar annars staðar, er horfið
var frá hinum fornu búskaparháttum. En þetta gerði landið og lífið
allt öðru vísi en áður. Störfin urðu ekki eins margþætt og áður og
jafnframt allólík því, sem viðgengizt hafði vestra um ár og aldir.
En þó að þessi þróun yrði ekki umflúin, var sem ég kenndi sakn-
aðar, og nú beindist hugur minn ákveðið að því að yrkja og skrifa
um þetta horfna svið mannlegs lífs og menningar, og reyna að ná
fram sérstæðum þáttum þeirrar fjölbreytni — og fábreytni —, sem
einkennt höfðu líf þjóðarinnar, en voru nú að hverfa. Þetta hefur
síðan einkennt mig sem sagnaskáld og þá, er ég hef ritað ævisögur
einstakra manna, sem lifað liafa og starfað við aðstæður, sem ólíkar
eru því, sem þekkjast í nútímanum.
Næst ]rví að hafa verið svo lánsamur að alast upp á fjölmennu
lieimili, er stóð traustum rótum í fornri íslenzkri menningarhefð,
tel ég það liafa verið gæfu mína, hve snemma ég komst beinlínis
í snertingu við bókmenntirnar. Á heimili foreldra minna var ávallt
mikið lesið, og bækur urðu mér strax mikils virði. Svo var það,
þegar ég 14 ára fluttist að Haukadal í Dýrafirði, komst ég í sýslu-
bókasafnið á Þingeyri, og voru það fyrstu kynni mín af almenn-
ingsbókasafni. Þarna voru og ekki aðeins íslenzkar bækur, heldur
bækur á erlendmn málum. Meðan ég var í Lokinhömrum, hafði
ég lært það mikið í dönsku, bæði af rnóður minni og Steingrími
Jónssyni, síðar rafmagnsstjóra, sem var stjúpsonur föðurbróður
míns, er bjó á næsta bæ, að ég gat skilið flest skáldrit á dönsku,
og fljótlega komst ég einnig upp á það að skilja norskt ríkismál