Eimreiðin - 01.09.1968, Síða 82
228
EIMRF.IÐIN
haf — og öðlumst eigi frið og
sælu né lífsfyllingu, fyrr en vér
sameinumst því. í öllu lífi voru
og starfi. — Þá verður lífið dá-
samlegt ævintýr tveggja lieima!
Og brúin rnilli himins og jarðar
liggur beint franr undan. I al-
faraleið! — Þá myndunr vér
aldrei íramar villast! —
Ungi presturinn kraup á kné
við skrifborðsstólinn sinn. Hann
fól á ný andlitið í höndum sér.
Brjóst lrans var þrungið ójarð-
neskri þrá. Hann bað hljótt og
innilega:
— Drottinn minn og Guð
minn! Svala þú þrá hjarta míns
og þorsta — eins og hindarinnar
við vatnslindir þínar! Lát þrá
hjarta míns verða að andardrætti
sálar minnar í daglegu lífi mínu,
svo að samband mitt við þig
rofni ekki! Fyll hljóðan huga
rninn friði þínum í helgi kyrrð-
arinnar, svo að kærleikur þinn
í Jesú Kristi nái að verða grunn-
tónn auðmjúks hjarta míns og
enduróma í öllu lífi mínu. Lát
hann verða geislamagn sálar
minnar og styrk minn í öllu
starfi! — Lyft hug mínum og
hjarta, ó Guð, og allri vitund
minni, hærra minn Guð til þín,
hærra til þín! Lát mig finna
vængjablak anda þíns í sál minni
með lífrænan blæ göfgandi gleði,
og fyll hana frjómagni . . .“
Allur persónuleiki unga
prestsins var sameinaður í bæn-
inni eins og ónrþrungin liljóm-
kviða, senr hann að vísu stjórn-
aði, en réð annars ekki: Sál hans
starfaði stjálfstætt í yfirvitund
hans. Undirvitundin var hljóð
og hlustandi. Lotningarstilltar
undirraddir réðu hljónrdýpt
með sálhreimi yfirjarðnesks frið-
ar, en gleðiþrunginn fögnuður
hjartans flæddi í björtum hinrin-
tærunr tónunr í yfirröddunr með
innilegu samræmi, þar senr hver
tónn var þó sjálfstæður, — lrluti
af lrans eigin hjarta rrreð berg-
nráli hans eigin sálar. —
Ungi presturinn lrafði alger-
lega gleynrt sér í straumhvörfum
hintins og jarðar. — Nú virtist
honum, senr öll hlið sálar sinnar
spryttu upp á gátt: Innst innan
úr undirdjúpum sálarinnar —
eða var það ef til vill utan úr
sjálfum geiminum — barst ólýs-
anlega kliðmjúkur niður úr óra-
fjarlægð — eins og niður þúsund
þúsunda örstreymra, suðandi
linda, sefandi hjalandi, senr að
lokum gagntók alla vitund hans
og fyllti hjarta lrans sæluþrungn-
unr friði, sem var öllum skiln-
ingi æðri. — Brjóst hans fylltist
fögnuði kærleikans, — svo þan-
sterkt, að lá við kvöl.
Guð smalaáranna hafði birzt
honunr og snert við hjarta lrans
á ný! —
★
Presturinn ungi reis upp frá
bæninni. Fögnuður hjartans