Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Side 43

Eimreiðin - 01.09.1968, Side 43
Viðdvöl í Lyngbæ I. Morgunstund við Kveinstafaflóa eftir Stefán Júlíusson: Ég heyri vélarskellina gegnum svefninn. í svefnrofunum gengur mér ekki sem bezt að átta mig á, hvar ég er staddur, eins og oft vill verða þegar vaknað er á ókunnum stað. En það eru vélarskell- irnir utan frá ströndinni, sem vekja mig til fullnustu og færa mér heim sanninn. Ég er að vakna í litlu sumarhúsi á vesturströnd Jótlands, þar sem voldug Norðursjávaraldan fer hamförum á land í roki og stórviðrum, en blakar hvíta sandströndina blíðlega í kyrrum og logni. Frá alda öðli hefur þetta verið fiskimannaströnd, þar sem sjór var sóttur á margvíslegum fleytum úr hafnlausum sandi fyrir opnu hafi. En eftir að fólki fjölgar í bæjum og borg- um á þessari öld, taka sumargestir að reisa hús og kofa innan um og utan við fiskiþorpin meðfram strandlengjunni allri. Hvítur sandurinn er hin ákjósanlegasta baðströnd. Er ekki fátítt, að fólk úr stærstu eyjaborgum Danmerkur reisi sér sumarhús á vestur- strönd Norður-Jótlands, jafnvel Kaupmannahafnarbúar. Vélarskellirnir verða samfelldari og háværari; fleiri bátar eru komnir á flot. Þótt klukkan sé aðeins á sjöunda tímanum, hef ég vaknað of seint. Fiskimennirnir eru rónir. Ég hafði ætlað mér að

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.