Eimreiðin - 01.09.1968, Side 71
Efling íslenzkra
bókmennta
rædd á Alþingi
Hugleiðingar út af frumvörpum
um Þýðingarsjóð, og ráðningu
leikritahöfundar til Þjóðleik-
hússins
Tómas Karlsson.
Umræður um listir og önnur menningarmál hafa ekki verið fyrir-
ferðarmiklar á Alþingi því, sem nú situr, að undanskyldu því, að
menntamálaráðherra hefur flutt nokkur frumvörp til breytinga á
lögum urn söfn landsins og frumvarp til þjóðminjalaga. Eins og
tíðkast jafnan á fyrri hluta þingtímans, hefur löggjafarstarfið eink-
um beinzt að efnahagsmálum þjóðarinnar, og þá alveg sérstaklega
nú, vegna liins alvarlega ástands, sem skapazt hefur hjá atvinnu-
vegunum og leiddi til gengisbreytingarinnar 12. nóvember síðast-
liðinn.
En mitt í orrahríðinni, sem af þeirri ákvörðun leiddi, bar það til
tíðinda, svo sem eins og frávik frá hinum langdregnu og leiði-
gjörnu efnahagsumræðum, að ungur þingmaður, Tómas Karlsson,
sem þá sat um skeið á þingi sem varaþingmaður, bar fram tvö
frumvörp, sem sérstaklega snerta rithöfunda og kynningu á íslenzk-
um bókmenntum. Var þar annars vegar um að ræða frumvarp um
stofnun þýðingarsjóðs, er stuðli að þýðingum íslenzkra skáldverka
á erlend mál, og hins vegar frumvarp um heimild fyrir Þjóðleik-