Eimreiðin - 01.09.1968, Blaðsíða 60
206
EIMREIÐIN
I. ÞÁTTUR
Gjörist á Þingvöllum.
Skafti lögsögumaður og Þórhallur
úr Forsæludal talast við.
Skafti: Vertu velkominn, Þórhall-
ur bóndi. Sækir þú nú þing vort
sem jafnan áður í fylgd með
Vatnsdælagoðanum, Þórkatli
kröflu. En hvort er ekki Ás-
mundur bóndi á Bjargi með í
flokki ykkar Húnvetninga?
Þórhallur: Ekki er það. Þóttist
hann nú orðinn of þungfær til
þingreiðar og situr kyrr heima á
búi sinu.
Skafti: Tíðindi eru það, er slíkur
höfðingi mætir eigi á þingi. Þó
kemur jafnan maður í manns
stað, eða hver var sá hinn ungi
maður, er svo mjög bar af öðr-
um mönnum í flokki ykkar,
breiðleitur, rauðhærður og
næsta freknóttur?
Þórhallur: Þar muntu séð hafa
Gretti Ásmundarson, er nú reið
til þings í stað föður síns. Verð-
ur ekki ofmælt um lireysti hans
og harðfengi, en ódæll hefur
hann þótt og brellinn nokkuð.
Hefur oss og að því orðið í ferð
þessari.
Skafti: Hvað varð það tíðinda i
ferð ykkar, er þú telur Gretti
svo mjög til ámælis?
Þórhallur: Missætti varð með
þeim Gretti og Skeggja lniskarli
frá Ási, og lauk svo þeirra við-
skiptum, að Grettir vá hann.
Skafti: Ekki er það giftusamlegt,
að hefja þingreiðar með því að
vega ferðafélaga sinn. Má vera,
að ferðir Grettis til þings verði
færri en efni standa til og ýmsir
munu ætla.
Þórhallur: Áður hafði Grettir
stofnað til upphlaups á hesta-
þingi, er haldið var við Mið-
fjarðará.
Skafti: Hvað bar þar til við hesta-
atið, er varð til slíks ósættis með
mönnum?
Þórhallur: Þeir Bjargsmenn áttu
hest góðan af Kengálukyni, er
att var gegn hesti frá Mel. Grettir
fylgdi hesti þeirra Bjargsmanna,
en hinum Oddur ómagaskáld.
Nú vildu þeir keyrissveinar veita
hestum sínum styrk nokkurn, og
kom svo, að þeir börðust. Lauk
svo, að Grettir hratt hesti og svo
manni út á ána, en hafði áður
brotið þrjú rif í Oddi.
Skafti: Óstýrlæti mikið var þetta
og illa farið, að spilla svo góðri
skennntan. Verður jafnan mönn-
um slíkum, sem þú segir frá
Gretti, slysasamt. Gefst og löng-
urn illa ofmetnaðurinn.
Þórhallur: Litlu varðar mig hvorir
eiga liögg í annars garði þeirra
Miðfirðinga, en því er ég nú
kominn á þinn fund, Skafti, að
eg vil bjóða þér fala hesta þá
tvo Ijósbleiku, er þig fýsti svo
rnjög að kaupa á síðasta þingi,
og njóttu fvrir vináttu þinnar.
Skafti: Þetta er vel boðið, og víst
er mér enn hugleikið til hest-
anna, en hér mun þó eitthvað
undir búa.
Þórhallur: Það er almæli, að þú
leggir ráð það til með hverjum
manni, sem duga má, ef ekki er