Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Side 94

Eimreiðin - 01.09.1968, Side 94
240 EIMREIÐIN skemmtilegar teikningar eftir Atla Má eru við upphaf hvers kafla, en hann sá auk þess um smekklegt útlit bókar- innar. I. K. Friðjón Stefánsson: GRANNAR í GLERHÚSUM. Letur s.f. 1968. Þetta er níunda frumsamda bókin, sem Friðjón Stefánsson sendir frá sér. I henni eru 11 smásögur, flestar stutt- ar, hnitmiðaðar og þeim eiginleikum gæddar, að gefa sitthvað fleira í skyn en stendur á pappírnum. Það hefur reyndar löngum þótt einkenni og aðall góðra smásagna i hefðbundnum stíl, að þær væru knappar í formi, en túlki þó margslungin örlög og ntikla sögu. Þessa aðferð hefur Friðjón Ste- fánsson tileinkað sér í smásögum sín- um, og agað sig til þróunar og þroska á því sviði, að því viðbættu, að hann vill jafnan láta þær flytja einhvers konar boðskap, þjóðfélagslegan eða sem skírskotun til mannlegra eiginda. Um viðliorf lians og boðun geta menn deilt, en um túlkunartækni lians verð- ur vart annað með sanni sagt en hún sé byggð á kunnáttu og mikilli þjálf- un. Hér verður ekki rakið efni ein- stakra sagna í þessari bók, né heldur dómur lagður á listgildi þeirra. Það leiðir líka af nafni bókarinnar, að manni hlýtur að verða örðugt um vik, að setja sig í dómarasess, því að hver er sá, er ekki býr í glerhúsi, þá er hann vill gerast dómari um verk ann- arra manna? Og sá er einmitt boð- skapur sumra þessara sagna, sbr. þeirr- ar fyrstu, er bókin dregur nafn af. Nöfn sagnanna eru þessi: I glerhúsi. Viðtal við lækni. Eftirmæli. Val. Minn- ingar. A hundadagsmorgni. 1 háseta- klefanum. Eintal við flöskuna. Hinar ýntsu hliðar. Hálmstráið. Frændur. Þess eins skal bókinni getið til lasts, að frágangur liennar er fremur leiðin- legur að því er prentun snertir. Hér er þó raunar alls ekki um venjulega prentun að ræða, heldur ljósprentun eftir einlivers konar misheppnuðum „satsi“, þannig að línur eru misskýrar, ýmist feitar eða grannar. Þetta orkar mjög truflandi og spillir ánægju við lesturinn. I. K. ATHUGASEMD. Umsögti um ýmsar bakur á haust- markaði verður að bíða betri tíma, baði sökum rumleysis nú, og eins liins, að EIMREIÐINNI hafa ekki enn bor- izt eintök af nema tiltölulega fáum þeirra, en það skal tekið fram, að eliki er að jafnaði unnt að geta annarra bóka en þeirra, sem ritinu berast.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.