Eimreiðin - 01.09.1968, Blaðsíða 31
R/ETT VIÐ HAGALÍN SJÖTUGAN
177
til þess að skýra það undarlega
samband, sem er okkar í milli.
Um árabil hefur hún búið við
heilsubrest, og svo undarlegt sem
það má virðast, er eins og einn-
ig það hafi verið mér mikilsvert.
Það liggur við, að ég hafi notið
þess að þjást annað veifið, þeg-
ar hún hefur verið veik, beinlín-
is fundizt, eins og sú þjáning
væri eins konar endurgjald fyrir
allt það, sem ég hef með þessari
konu fengið, og oft hef ég hugs-
að sem svo: Það er undarlegt, að
hún þurfi að líða næstum því að
segja til þess að ég fái liðið eins
og verðugt er — eða eins og mér
er kannski nauðsynlegt.
Að lokam berst samtalið að nútimabókmenntum, trúmálum og
ýmsu fleiru, en um nútímabókmenntirnar sagði Hagalin meðal
annars:
Mér þykja þær skemmtilegar. Það er líf í þessu og fjölbreytni.
Ég sé ekki betur en það komi fram furðu mörg góð skáldrit og enn
fleiri skáldaefni. En þó hygg ég, að verk þeirra mundu verða veiga-
meiri — en ef til vill færri — ef ekki væri kappkostað að fiska unga
skáldhneigða menn í tízkunet, og leggja fjötra á persónuleika þeirra
og eðlilegan og sjálfstæðan þroska, í stað þess að hlúa að þeim
þannig, að hæfileikar þeirra fái notið sín til að finna það form og
efni, sem þeim hentar bezt. Annars er það ekki að furða, þótt skáld-
skapurinn beri nokkur einkenni síns tíma og þróist í samræmi við
þau hverju sinni. Og hér hafa orðið miklar ytri breytingar á und-
anförnum áratugum. Um aldir var þjóðin kvalin og pínd. Seinasta
píningin voru kreppuárin fyrir síðustu heimsstyrjöld. En síðan var
allt í einu stráð yfir fólkið gnægð matar, gulli og gersemum, og
lífsþægindagræðgin hófst. Langsoltin þjóð fleygði sér yfir þetta allt,
eins og hungruð kind yfir heysátu. Allir heimtuðu allt af öllum,
og ráðamennirnir urðu ringlaðir og ráðvilltir — þótti óstætt á því
að verða ekki við svo til einróma óskum og kröfum. En þrátt fyrir
þetta æði, örvænti ég ekki um hag þjóðarinnar í framtíðinni. Hún
12
Frú XJnnur Hagalin.