Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Side 53

Eimreiðin - 01.09.1968, Side 53
ÍAVG SKÁLDKONA FINNSK 199 eftir stríð. Þetta er viðtal Hel- enu við vin sinn, japanskan námsmann, Kenji Ushimaru, sem gengur undir nafninu Ken. . . . Eftir fimm ár skellur yfir ný heimsstyrjöld. Og þú, sem ert friðarsinni, hefur þessa skoðun. Hver á þá að hindra að einhver þrýsti á rauða hnappinn? Það hefur grafizt svo inn í vit- und fólksins, að þetta sé ekki varanlegur friður, að það bíður beinlínis eftir að stríð brjótist út. Vina mín, stríðið hlyti að vera léttir fyrir marga. Fólk lifir í ótta um komandi stríð og stuðl- ar samtímis að því að það dynji yfir, og hræðslan er aðallega undanfari þess, því að síðan rík- ir sprengingin mikla. Þá eru vopnin kvödd, og síðan fáum við að hvíla í friði. Nei, ég er ekki háðsfullur, allir búast svo sterklega við stríði, að það hlyti að valda efnahagslegri og félagslegri kreppu, ef það kæmi svo ekki. Fólk er hætt að hrópa „Aldrei framar stríð! “ þar sem það veit, að sú verður raunin eftir næstu heimsstyrjöld. Við erum á leið til hins eilífa friðar, og það hljómar dálítið skringilega. Þannig hefur það orðið, að kynslóð okkar, sem fæddist eftir síðari heimsstyrjöld, er farin að líta á sig sem fyrirstríðsæsku. Við höfum umbreytzt frá vonglöðum eftirstríðsbörnum í kvíðafulla fyrirstríðsæsku. Og okkur er það viss léttir að geta fyrirfram talizt til hinnar glötuðu kynslóðar. Komandi stríð hefur kippt und- an okkur fótfestunni. Það er sorgarsöngurinn um velmegun evrópsks og bandarísks æskulýðs: Söngurinn um Víetnam. Vegvísir til hliðstæðunnar hjá tveimur veldum, aðgreiningar- línan, sem alltaf er verið að gana yfir. Yfir dauða líkami okkar. Söngurinn um þakklæti fyrir eld- sprengjur og sprengjuþotur: Því að fleira er í undirbúningi. Söng- ur framtíðarinnar. Brunamein og pínslir, sprengjuskaðar, skot- skaðar, eiturgasskaðar (ég hósta upp lungunum fyrir framan myndasmiðinn). Stríðsskaðar: Söngurinn um þolgæði hins al- menna borgara. Að fórna sér fvr- ir málefni: Dýrlegur er dauðinn, þegar þú hnígur niður í fremstu víglínu. Söngur fyrir börn, sem vaxa úr grasi. Við lifum á tímum, þegar hin- ir frægðarljómuðu hershöfðingj- ar eru orðnir aflóga gamal- menni. Eldri kynslóð heimtar virðingu fyrir framlag hennar til stríðsins, en það var ekki okkar stríð. Heimsmálin á fimmta ára- tugnum, sem kölluðu fram hið öfluga skipulag og stórmerku samninga, eiga fátt sammerkt með ástandinu í okkar tíð. Hers- höfðingjarnir taka varnaðardæmi

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.