Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Side 36

Eimreiðin - 01.09.1968, Side 36
182 EIMREIÐIN Hattur hans slútti. Þetta var ung- ur maður á gæðingi, og orkan geislaði af þeim báðum. Um stund bar ég hvorki kennsl á mann né hest. Ég vissi ekki, hvað- an á mig stóð veðrið. Gullin- bursti varð viljugri. vildi ólmur komast fram úr þeim gxáa, þótt það tækist ekki. En síðan tók hann að frísa, og hundur minn fór að geyja allt hvað af tók. Þegar Gullinbursti fór í loftköst- um yfir torfærur, átti ég fullt í fangi með að sitja hann, að held- ur skilja hann. „Gott kvöld,“ sagði ég stund- arhátt. „Gaman að vera í sam- reið.“ Maðurinn hvorki anzaði mér né leit við mér. Hann hallaði undir flatt. Það hvein í fjöður í hatti hans. Vegna hraðans var mér ekki unnt að sjá framan í samferða- manninn, hvernig sem ég leitað- ist við. Ég sá hann aðeins út und- an mér. Mér fannst ég kannast við hattinn með arnarfjöðrinni. En ég kom manninum ekki fyrir mig. Enda flaut sítt silkirautt hár um vanga hans. Áfram riðurn við í loftinu. Enn yrti ég á manninn. En þeg- ar hann virti mig ekki svars, rak ég upp kuldahlátur. Okkur bar að gljúfri, sem lítil á féll um. Nú var vöxtur í henni, vegna leysingar. Ókunni maðurinn beindi hesti sínum inn í gljúfrið, og Gullinbursti minn þeysti samsíða honum. Það var eins og maðurinn vildi stilla fák sinn við flaum í stórgrýti. Ég furðaði mig á, að hann skyldi ekki fótbrjóta hestinn, er hann lék sér að því að láta hann renna á stærstu steinana og hvassbrýnd- ustu hellurnar, er voru sem sagir. Það var vitinu rneir hjá Gull- inbursta mínum að sneiða hjá slíku grjóti. Sól náði ekki að skína í skútum gljúfursins. Enn héngu þar grýlukerti. Og við gustinn af okkur, er var sem hvirfilbylur, brotnuðu sum þeirrra og hrundu niður á mig og reiðskjóta minn. Ég hruflaðist á höndum og varð aðeins blóðrisa á eyra. En það var eins og grýlu- kertin færu í gegnum apalgráa hestinn og manninn, kristallsskær ómur heyrðist, er þau brotn- uðu í grjótinu undir þeim. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Ég réð ekki við hestinn og var því eins og þræll föru- nauts míns. Mér hugkvæmdist ekkert ráð til þess að losna við þenna skuggabaldur. Fyrir skammri stundu var ég svo sæll, hafði ætlað mér að njóta vor- komunnar. Hví var gleði mín svo skjótt rofin? Okkur bar upp í Mikladal — eyðidal umgirtan þverhníptum hömrum, sem engurn var unnt að komast yfir, nema fuglinum fljúgandi. Eigi var linnt á sprett-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.