Eimreiðin - 01.09.1968, Síða 86
232
EIMREIÐIN
Hluti af bókasafnssal Norrcena hússins, þar sem bókasýningin er haldin.
hér geti talizt jafn alhliða og menningarleg. Flestar eru íslenzku
bækurnar í flokkunum skáldrit og blandað efni. Þá eru og allmargar
barna- og unglingabækur, ævisögur og fornrit, en örfáar bækur í
öðrum flokkum, t. d. aðeins tvær í málfræði. Það er eftirtektarvert,
að í flokkunum félagsfræði, uppeldisfræði og kennslumál er engin
íslenzk bók, engin um hagnýt fræði, ekkert leikrit, engin bók um
listir, engin bókmenntasaga, og þannig mætti fleira telja. Til saman-
burðar má geta þess, að frá hinum löndunum eru samtals 70 bækur
undir flokknum bókmenntasaga og 34 um listir.
Ef sýningin er skoðuð í ljósi þessara staðreynda, má líta á hana
sem áminningu fyrir Islendinga, bæði fræðimenn í ýmsum greinum
og aðra rithöfunda, og síðast en ekki sízt fyrir útgefendurna sjálfa,
sem sjaldnast verður skotaskuld úr því að verða sér úti um erlendar
bækur til þýðinga, ef þær eru taldar líklegar sem sölubækur, en
virðast hirða minna um að korna á framfæri í íslenzkum þýðingum
fræðibókum um hin ýmsu svið mannlegra viðfangsefna og samfélags-
mála, s. s. í listum og vísindum. En kannski verður jressi norræna
bókasýning einmitt til þess að opna augu manna fyrir fábreytni og
einhæfi íslenzkrar bókaútgáfu, þegar hún er borin saman við bóka-
útgáfu hinna Norðurlandaþjóðanna, og hefur sýningin þá vissulega
ekki farið erindisleysu í sali Norræna hússins.
I. K.