Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Side 77

Eimreiðin - 01.09.1968, Side 77
SIGURÐUR ÞÓRÐARSON, TÓNSKÁLD Hann andaSist 27. október siðast iiðinn, 73ja ára að aldri. Sigurður Þórðarson vann óvenju mikið og merkilegt ævistarf. Auk tónsmíða sinna, var hann stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur rúma þrjá áratugi og undir stjórn hans fór kórinn marga frægðarför, bæði hér heima og erlendis. Mörg af sönglögum Sigurðar og öðrum tónverkum hans eru löngu orðin alþjóð kunn, og vafalaust hefur hann látið eftir sig ýmis verk í handriti, sem þjóðin mun síðar njóta. Sigurður Þórðarson var skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins frá 1931—1966 og var oft settur útvarpsstjóri. Hann átti því manna drýgstan þátt í mótun og viðgangi þeirrar stofnunar með löngu og farsælu starfi sínu. Prúðmennska og tigið yfirbragð, samfara látleysi og Ijúfmennsku, einkenndi Sigurð Þórðarson öðru fremur. Félagsmálum tónskálda var hann styrk stoð og var hann formaður Tónskáldafélags íslands, er hann lézt.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.