Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Side 46

Eimreiðin - 01.09.1968, Side 46
192 EIMREIÐIN voru þeir Johan Skjoldborg og Thomas Olesen Lökken. Þessa kyrr- látu morgunstund hér í Lyngbæ, þegar vélarskellir fiskibátanna og jafnasmellir spilsins á sandkampinum eru þagnaðir, fæ ég ráð- rúm til að reyna að endurheimta ágæt kynni mín við bækur þess- ara prýðishöfunda. Það gleður mig, hversu vel ég man til sagn- anna, þegar ég leita í hugskot mitt. Annar skrifaði um sveita- fólkið hér um slóðir, hinn um fiskimennina, Skjoldborg lýsti land- inu, Lökken strönd og hafi. En hvar er ég þá staddur? Lyngbær er í útjaðri örlítils fiskiþorps í Han Herred eða Hanahéraði. Þorpið er kennt við annað þorp stærra, sem heitir Torup, og er um fimm kílómetrum lengra uppi í landi. Orðabækur telja, að Torup hafi til forna heitið Tókaþorp. Fiskiþorpið hefur í upphafi vafalaust verið sjóbúðir og uppsátur frá Torup og nefnist því Torupstrand. Kalla ég það Tókaströnd. Tókaströnd stendur fyrir miðju flóa allmikils, sem skerst inn úr Skagerak. Nefnist hann Jammerbugten eða Kveinstafaflói, og segir nafnið sína sögu. Við þessa strönd hefur mörg fleytan farizt og kveinstafir borizt til hjálparvana fólks á landi uppi, þegar skip brotnuðu í spón í hamslausu ölduróti úthafssjóa við hafnlausa strönd. En eymdin varð löngum hlutskipti kvenna og barna, sem eftir lifðu á ströndinni, þegar heilar skipshafnir lögðust í vota gröf. Hanahérað er í rauninni mjó ræma milli hafs og fjarðar. Á aðra hönd er Skagerak og Norðursjór, á hina Limafjörður, og er jafnlangt frá Tókaþorpi til hafsins í norðri og fjarðar í suðri. Limafjörður sker Jótland alveg í sundur, svo að nyrzti hluti landsins er eyja. Heitir þessi hluti landsins Vendsyssel og hefur einhvern tíma verið kallaður Skagey á íslenzku. Má það vel til sanns vegar færa. Furðulegt má það heita, að tveir merkishöfundar á fyrri hluta þessarar aldar skyldu vera upp runnir úr þessu héraði, Jóhann Sjoldborg og Thomas Olesen Lökken. Mætti vel kalla þá Jón Trausta og Þorgils gjallanda Danmerkur. Þótt þeir væru á ýmsan hátt ólíkir í túlkun og frásagnarhætti, var yrkisefni þeirra svipað, líf og kjör almúgafólks á þessurn slóðum, rimanum milli Norður- sjávar og Limafjarðar. Báðir áttu þeir það sameiginlegt, að þeir voru af alþýðufólki komnir, og eru skáldsögur þeirra episkar frá- sagnir af lífi og starfi leiguliða og fátækra fiskimanna, baráttu þeirra og stríði, vonbrigðum og sigrum. Grunntónninn var sá sami: vaknandi vitund hinna kúlduðu um aukinn rétt, hvatning til

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.