Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Blaðsíða 48

Eimreiðin - 01.09.1968, Blaðsíða 48
194 F.MREIÐIN hafði hann iðkað frá barnæsku, þótt uppskeran kæmi seint. Hann lagði á margt gjörva hönd framan af ævi, enda hafði hann fyrir stórri fjölskyldu að sjá, var skósmiður, uppfinningamaður, gas- og rafvirki, hjólhestasmiður og bóksali. En eftir að fyrsta skáldsagan kom út, helgaði hann sig ritstörfunum. Ég kynntist skáldritum Lökkens, þegar ég vann í Bókasafni Hafn- arfjarðar á árunum fyrir styrjöldina. Sjómennirnir, sem skiptu við safnið, mig minnir einna helzt Jóngeir D. Eyrbekk, heimtuðu ég læsi bókina Nýr bdtur d sjó, sem kom á íslenzku í þýðingu Jochums Eggertssonar árið 1937. Ég gerði það, þótt ég þyrfti mjög að velja lestrarefni vegna tímaskorts. Þá voru þeir Jóhannes V. Jensen og Martin Andersen Nexö dönsku höfundarnir, sem ég las mest. Ég iðraðist ekki að kynnast Lökken. Og þegar ég nú ligg hér þessa morgunstund í Lyngbæ og rifja upp kynni mín af höfundum hér- aðsins, koma þau góðu heilli til skila. Nýr bátur á sjó er í raun- inni saga fiskveiðiþróunar hér við Kveinstafaflóa á þessari öld. Uppistaðan eru veiðar og haf, sandur og strönd, en ívafið lifandi persónur, átök þeirar og örlög og baráttan við erfið kjör. Sögu- sviðið er ströndin hér um slóðir, fiskiþorpið Lökken er um 50 km í norður frá Lyngbæ. Þangað sækja sumargestir nú unnvörpum og þar er stórt gistihús og fjölmargir sumarbústaðir innan um blásna melgrashóla ofan við hvítan sand. Hvað ég kannaðist vel við þetta land úr sögum Lökkens. Hann lýsir einnig flögri sumar- gestanna norður hingað og teflir lífi þeirra fram sem andstæðu við stöðuga baráttu fiskimannanna við haf og sand. Aðalpersónunni, sjóhetjunni Sören Strand, er þó vel ljóst, að sókn borgarfólksins norður hingað getur orðið héraðsbúum lyftistöng, og því hvetur hann til að búa í haginn fyrir það. Hann kyngir rneira að segja þeirri ósvinnu að setja á svið fyrir þessa farfugla björgun úr brim- garðinum. En björgunarsveitir og björgunarbátar á strandlengjunni eru jafngömul fiskveiðunum. Sören Strand hefur marga brimlend- inguna tekið í öldurótinu við sandinn, en að lokum ferst hann, er hann stýrir báti sínum til nýrrar hafnar norður á ströndinni í for- áttuveðri. Hans kynslóð kunni á sandinn, en sjólagið við garða í hafnarkjafti varð honum að aldurtila. En hvers vegna erum við þá stödd hér í Lyngbæ? Það er einnig saga að segja frá því og vel þess virði að rifja hana upp. Danskur rithöfundur heitir Kelvin Lindemann, nú rúmlega hálf- sextugur. Hann hóf ritstörf á unga aldri, og kom fyrsta skáldsaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.