Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Side 35

Eimreiðin - 01.09.1968, Side 35
FORUNAUTARNIR Þetta var í fyrstu viku liörpu nokkru fyrir aldamót. Ég þeysti á Gullinbursta mínum aleinn eftir sléttum grundum í landar- eign rninni. Hann var jafnfær að svalka yfir jökulárnar, er um- luktu sveit mína, sem að spretta úr spori á þessum grundum, þeg- ar ég var hressingar og afþrey- ingar þurfi. Snjó hafði tekið upp af lág- lendi. Klettabeltin voru ljósrauð hér og þar af vetrarblómi. Björk í giljum var tekin að bruma. Melskriðnablóm, undursmíð feg- urðar, gægðust upp hér og þar. Fyrstu farfuglarnir voru komnir. Lóur og þrestir fylgdu mér sí- fellt — til þess að benda mér á, að ég væri í þeirra landareign og mætti því ekki vera fyrirferðar- mikill. Ég var þeim óboðinn gest- ur á óðali mínu. Þegar þau voru komin á enda þess lands. sem þau helguðu sér, sneru þau við; og kvak lóanna dó út í fjarska. Rökkið seig yfir. Vakirnar milli klósiganna á himinhvolf- inu lokuðust smám saman af gráma. Rauðljóst varð um stund á jörðu niðri, þar sem ég reið, og glóð á skriðjöklinum fyrir of- an sveitina. Reyki lagði beint upp af bæjunum og minntu á Einar Guðmundsson. vel þegnar þakkarfórnir í fyrnd- inni. Ég formælti í huganum ránfuglum, sem rufu friðinn og kyrrðina hvað eftir annað, sum- ir komnir handan um höf, svo sem snryrlarnir, er setztir voru að í björgunum. Ég fann blóðþef- inn af grimmd þeirra. Allt í einu sé ég, að ríðandi maður hefur slegizt í förina, og hann ríður samsíða mér. Hann var á apalgráum hesti og með stóra silfurbúna svipu í hendi — spanskreyrinn gerði hana létta. Hann veifaði mjög svipunni.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.