Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Side 52

Eimreiðin - 01.09.1968, Side 52
198 EIMREIÐIN þjóð utan Finnlands, og svo góðs álits naut það innan finnskrar dómnefndar, að hún sendi það sem finnskt framlag til verð- launakeppni suður á Ítalíu, og segir það sína sögu, þótt ekki yrði það hlutskarpast í þeirri hörðu raun. Ullu-Lenu veittist ókeypis námsdvöl í Bandaríkjunum ár- langt, — og eftir veru sína þar vestra reit hún bók, sem er sam- bland af ferðalýsingu og skáld- skap. Heitir sú bók Strövtág og kom út 1966. Ekki féll höfund- inum vel allt, sem hún kynntist í Vesturheimi, og var kynþátta- misréttið henni hvað mestur þyrnir í augum. Hana langaði til að mótmæla því sem kröftug- legast þar á staðnum, en fann vanmátt sinn til slíks. Því leið henni ekki sem bezt. Hér er lítill kafli úr bókinni, sem lýtur að kynþáttamálum. Karin Helena, sögumaður í bókinni, talar við roskna og ráðsetta konu. Konan hefur fyrst orðið: Ég veit, að við erum gagnrýnd fyrir kynþáttavandamálið, segir hún raunsýn. En við gáfum þeim kost á að snúa aftur heim til Afríku, — og nægir að nefna Lí- beríu í því sambandi. En þeir vildu ekki fara héðan, fullyrðir hún, — þeir hafa ekki sömu kunnáttu og við. Ég spyr hana ekki, hvort hún vilji flytjast til Evrópu, þar sem forfeður hennar bjuggu, ég hef þegar komizt að raun um, að um hana gegnir ekki sama máli. Og nú, heldur hún áfram, setja þeir fram kröfur og heimta sitt- hvað, sem þeir hafa enga mögu- leika á að notfæra sér. Þessi Mar- teinn Lúther King og þessi þarna Malcolm X! Ég geri mér þess grein, að það er hörundsliturinn einn.sem ger- ir þá að jafningjum í augum hennar, King og Malcolm X, þótt hann sé raunar ólíkari en t. d. á Joe McCarthv og Norman Thomas. Við getum auðvitað ekki orð- ið við þessum kröfum, það væri að kippa fótunum undan ágæt- um leiðtogum okkar, segir hún, og síðan yrðum við auðveld bráð fyrir þá rauðu. Ó, þessir negrar eru næstum eins slæmir og Kín- verjar! ik -T* Ulla-Lena vinnur nú að nýrri bók, sem hún segir að sé svipuð að uppbyggingu og Strövtág, þ. e. a. s. sé reyndarlýsing með skáldskaparívafi, og fjalli m. a. urn vandkvæðin á að velja milli leiða, en það telur hún að æsk- an verði að gera sem vendileg- ast. Hér fer á eftir annar kafli úr bókinni Strövtág, þar sem hún kemur að efnum, sem leita á huga unga fólksins, sem fætt er

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.