Eimreiðin - 01.09.1968, Blaðsíða 47
MORGUNSTUND Vlfí kveinstafaflóa
193
meira frelsis í önn og athöfn, vísbending um djarfari framgöngu
í háttum og lífsvenjum. Þeir þekktu þetta fólk, skildu það og mátu,
og vísuðu í skáldsögum sínum veginn frá niðurlægingu og vesal-
mennsku. Vafalaust höfðu þeir mikil áhrif; þeir lyftu þessu fólki
með skáldsögum sínum.
Skjoldborg var um hálfum öðrum áratug fyrr á ferð en Lökken,
fæddur árið 1861 í litlu sveitaþorpi um tuttugu kílómetra til suð-
urs frá Lyngbæ. Bernskuheimili hans er varðveitt til minningar
um hann, og er um leið minjasafn húsbúnaðar, áhalda og klæðn-
aðar almúgafólks á síðustu öld.
Kynni mín af Jóhanni Skjoldborg hófust síðasta veturinn minn
í Flensborgarskóla. Þá var skólinn fyrir botni fjarðarins, þar sem
nú stendur íshús Hafnarfjarðar. Skólinn átti ágætt bókasafn, Skin-
faxa, sem nemendur höfðu af allan veg og vanda. Um haustið
hafði ég verið kosinn bókavörður Skinfaxasafnsins. Er það áreiðan-
lega ein mesta virðingar- og ábyrgðarstaða, sem mér hefur hlotnazt
á lífsleiðinni. Ég bar nefnilega lykla að hirzlum safnsins, fjórum
loftháum skápum í horni þriðju bekkjar stofu, fullum af bókum.
Þá var klukkustundar matarhlé í Flensborg; þá lá miklu minna
á en nú. Of langt var fyrir mig að fara heim til mín vestur í
hraunið í mat, svo ég hafði brauðbita með mér. Ég plægði bæk-
urnar í skápunum stóru, meðan ég maulaði brauðið, oftast ein-
samall í öllum skólanum. Ég minnist margra góðra kynna við bæk-
ur frá þessum hljóðlátu matmálstímum í Flensborg. Þá las ég Nýja
kynslóð eftir Jóhann Skjoldborg í snilldarþýðingu frú Bjargar Þor-
láksson frá árinu 1919. Uppreisn stórbóndasonarins í sögunni, sem
brýtur gegn viðteknum venjum stéttar sinnar og býður öllu byrg-
inn, jafnt guði og mönnum, kom vel heim við mitt sextán ára
geð, mótað í deiglu krappra kjara og vonleysi kreppuára. Iig man,
hvað mér féll það vel, að hann skyldi giftast kotungsdótturinni,
sem var meira að segja með óvirðulega fenginn lausaleikskrakka í
eftirdragi. Þá var enn nokkur stéttarskipting í Hafnarfirði. Og
sveitarómantíkin og unaður hversdagslífsins í sögum Skjoldborgs,
er hann lýsir sumardögum við Limafjörðinn, söng í sefi og létt-
um bárum á leirum og grynningum, kom einnig vel heirn. Þá vildu
kaupstaðarstrákar gjarnan komast í sveit á sumrin, og Kjósin hafði
verið mitt draumaland frá barnæsku, árnar, vatn og vogar.
Thomas Olesen Lökken kom fram á sjónarsviðið með fyrstu
skáldsögu sína árið 1920, þá kominn yfir fertugt. En skáldskap
13