Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Qupperneq 47

Eimreiðin - 01.09.1968, Qupperneq 47
MORGUNSTUND Vlfí kveinstafaflóa 193 meira frelsis í önn og athöfn, vísbending um djarfari framgöngu í háttum og lífsvenjum. Þeir þekktu þetta fólk, skildu það og mátu, og vísuðu í skáldsögum sínum veginn frá niðurlægingu og vesal- mennsku. Vafalaust höfðu þeir mikil áhrif; þeir lyftu þessu fólki með skáldsögum sínum. Skjoldborg var um hálfum öðrum áratug fyrr á ferð en Lökken, fæddur árið 1861 í litlu sveitaþorpi um tuttugu kílómetra til suð- urs frá Lyngbæ. Bernskuheimili hans er varðveitt til minningar um hann, og er um leið minjasafn húsbúnaðar, áhalda og klæðn- aðar almúgafólks á síðustu öld. Kynni mín af Jóhanni Skjoldborg hófust síðasta veturinn minn í Flensborgarskóla. Þá var skólinn fyrir botni fjarðarins, þar sem nú stendur íshús Hafnarfjarðar. Skólinn átti ágætt bókasafn, Skin- faxa, sem nemendur höfðu af allan veg og vanda. Um haustið hafði ég verið kosinn bókavörður Skinfaxasafnsins. Er það áreiðan- lega ein mesta virðingar- og ábyrgðarstaða, sem mér hefur hlotnazt á lífsleiðinni. Ég bar nefnilega lykla að hirzlum safnsins, fjórum loftháum skápum í horni þriðju bekkjar stofu, fullum af bókum. Þá var klukkustundar matarhlé í Flensborg; þá lá miklu minna á en nú. Of langt var fyrir mig að fara heim til mín vestur í hraunið í mat, svo ég hafði brauðbita með mér. Ég plægði bæk- urnar í skápunum stóru, meðan ég maulaði brauðið, oftast ein- samall í öllum skólanum. Ég minnist margra góðra kynna við bæk- ur frá þessum hljóðlátu matmálstímum í Flensborg. Þá las ég Nýja kynslóð eftir Jóhann Skjoldborg í snilldarþýðingu frú Bjargar Þor- láksson frá árinu 1919. Uppreisn stórbóndasonarins í sögunni, sem brýtur gegn viðteknum venjum stéttar sinnar og býður öllu byrg- inn, jafnt guði og mönnum, kom vel heim við mitt sextán ára geð, mótað í deiglu krappra kjara og vonleysi kreppuára. Iig man, hvað mér féll það vel, að hann skyldi giftast kotungsdótturinni, sem var meira að segja með óvirðulega fenginn lausaleikskrakka í eftirdragi. Þá var enn nokkur stéttarskipting í Hafnarfirði. Og sveitarómantíkin og unaður hversdagslífsins í sögum Skjoldborgs, er hann lýsir sumardögum við Limafjörðinn, söng í sefi og létt- um bárum á leirum og grynningum, kom einnig vel heirn. Þá vildu kaupstaðarstrákar gjarnan komast í sveit á sumrin, og Kjósin hafði verið mitt draumaland frá barnæsku, árnar, vatn og vogar. Thomas Olesen Lökken kom fram á sjónarsviðið með fyrstu skáldsögu sína árið 1920, þá kominn yfir fertugt. En skáldskap 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.