Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Síða 28

Eimreiðin - 01.09.1968, Síða 28
174 ElMRF.ÍÐlN Sjálfsagt á þetta líka við um fólk í öðrum landshlutum, en ég efast um að það sé í jafnríkum rnæli. Vér spyrjum Hagalin, livort hann liafi ekki oft lent i pólitísk- um átökum og deilum i sambandi við bæjarmálin á ísafirði, og hann svarar: Mér finnst varla orð á því gerandi. Að vísu urðu stundum all- snarpar rimmur fyrir kosningar, en nú finnst mér, þegar ég lít á þetta úr fjarlægð, að þær hafi oftast verið sæmilega vinsamlegt hjal — nánast að segja karp í mesta bróðerni. Annað mál er svo það, að mestallan tímann, sem ég var á ísafirði og nokkru lengur, átti ég i allhörðum útistöðum við kommúnista almennt á opinberum vettvangi, og þá einkum á sviði menningarmála, og er bók mín Gróður og sandfok, sem kom út 1943, ljósast vitni þeirra. Eins og kunnugt er, var Kommúnistaflokkur íslands stofnaður árið 1930, og ýmsir rithöfundar og menntamenn hneigðust brátt til fylgis við hann. En ég gerði mér fljótlega grein fyrir því, að þarna voru þessir menn að vinna vonlaust verk, því að þeir virtust ímynda sér, að jreir væru staddir í eins konar víti, en ætluðu að skapa himnaríki á jörðu — og það mjög fljótlega! Mér hefur alltaf fundizt, að þeir menn, sem hafa ætlað sér svipað hlutverk á livaða sviði sem er, hlytu að lifa í sjálfsblekkingu, og væru þannig ekki sannir menn. Með Rauðum pennum og Máli og menning hófst hér ákaflega sterkt áróðursstarf af hendi kommúnista undir forystu gáfu-, atorku- og trúmannsins Kristins E. Andréssonar. í sambandi við þetta var reynt að ná tökum á sem allra flestum rithöfundum þjóðarinnar, og það heppnaðist líka. Við vorum aðeins sárafáir, sem ekki tókst einhvern tíma að láta snerta eitthvað á hamrinum og sigðinni. Einkum var þetta áberandi á árabilinu frá miðjum kreppuárunum fram yfir stríðið, eða þegar allra verst gegndi og þjóðinni var mest þörf á, að rithöfundar héldu vöku sinni. Það kom fljótt í ljós, að þau skáld og rithöfundar, sem ekki vildu taka þátt í þeirri bók- menntalegu og menningarlegu „sæluríkisendurreisn“, sem boðuð var af kommúnistum, voru ekki aðeins hundeltir og rægðir, heldur var litið á þá sem ómerkilega utanveltubesefa. í andófi mínu gegn þessu ástandi fannst mér, að ekki dygði einungis að láta tilfinning- arnar ráða ferðinni, heldur yrði baráttan að byggjast á raunhæfri sannfæringu og sannleika. Þá var það, að ég tók að kynna mér það eftir öllum tiltækum leiðum, hvernig ástandið í raun og veru væri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.