Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Blaðsíða 21

Eimreiðin - 01.09.1968, Blaðsíða 21
RÆTT l'Ifí HAGALÍN SJÖTUGAN 167 Arbeiderpartiet, sósíaldemókratar, sem voru mjög róttækir, en höfðu sagt skilið við Moskvu, og hreinir Moskvukommúnistar. Síðar sameinuðust Arbeiderpartiet og sósíaldemókratar í einn flokk, en Moskvukommúnistar héldu sínu striki. Ég þóttist strax sjá, að fjar- stæða mundi að byggja á stefnu þess flokks, sem tæki við erlendum fyrirmælum og mótaði afstöðu sína eftir þeim, og að hér heima yrði flokkur verkalýðsins og alþýðunnar að samlaga sig íslenzkum aðstæðum. Kynni mín af jafnaðarstefnunni og verkalýðshreyfing- unni í Noregi settu nokkurn svip á ritverk mín fyrst eftir heim- komuna, til dæmis í Brennumönnum, sem ég skrifaði austur á Jökuldal sumarið og haustið eftir að ég kom heim frá Noregi. Þegar hér er komið samtalinu spyrjum vér Hagalin um orsakirn- ar fyrir því, að hann hélt til Noregs, og hvort hann hafi þd hugsað sér að gerast rithöfundur á norska tungu — og hann svarar: Ja, ég hafði revndar alltaf hugsað mér að komast eitthvað utan, eftir að ég hætti í menntaskólanum. En þá varð það úr, að ég gerðist ritstjóri austur á Seyðisfirði. Astæðan fyrir því, að ég fór svo til Noregs frernur en eitthvað annað, held ég hafi verið sú, að mér fannst, af því sem ég hafði lesið og kynnzt, að Norðmenn væru okkur ekki aðeins skyldastir að uppruna, heldur andlega, og að- stæður og staðhættir þar líkari okkar en í nokkru öðru landi, sem ég þekkti til. Ég hafði líka kynnzt Helga Valtýssyni og Stefáni frá Hvítadal, sem báðir höfðu verið í Noregi, og kannski hefur þetta haft nokkur áhrif á ákvörðun mína. Helgi lánaði mér mikið af norskum bókum og sagði mér ýmislegt um Noreg. Sömuleiðis hafði Sigurður Nordal örvandi áhrif á mig í þessu efni, en ég átti mikið saman við hann að sælda árið 1924, en þá hafði hann skrifað vin- samlega í Skírni um bækur mínar, og þá sérstaklega Strandbúa. Sá rnaður, sem hafði þó hvað mest áhrif á mig um örvun til rit- starfa allt frá skólaárum mínum í Reykjavík, var Sigurður Guð- mundsson skólameistari, en hann fylgdist alltaf með því, hvað ég var að gera eftir að ég var nemandi hans. Ég byrjaði snemma á því að fara meira yfir í talmál í sögum mínum en áður hafði tíðkazt meðal íslenzkra rithöfunda, að Jóni Thoroddsen undanskildum, og þessum tilraunum mínurn veitti Sigurður sérstaka athygli. Með þessu vakti fyrir mér að koma þannig til skila tungutaki þess fólks, sem ég skrifaði um, að það yrði sérkennandi fyrir persónurnar og mótun þeirra. Þetta var svo ástæðan fyrir því, að ég taldi ekki væn- legt að skrifa sögur á norsku. Þó að ég yrði fljótt fær um að skrifa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.