Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Side 21

Eimreiðin - 01.09.1968, Side 21
RÆTT l'Ifí HAGALÍN SJÖTUGAN 167 Arbeiderpartiet, sósíaldemókratar, sem voru mjög róttækir, en höfðu sagt skilið við Moskvu, og hreinir Moskvukommúnistar. Síðar sameinuðust Arbeiderpartiet og sósíaldemókratar í einn flokk, en Moskvukommúnistar héldu sínu striki. Ég þóttist strax sjá, að fjar- stæða mundi að byggja á stefnu þess flokks, sem tæki við erlendum fyrirmælum og mótaði afstöðu sína eftir þeim, og að hér heima yrði flokkur verkalýðsins og alþýðunnar að samlaga sig íslenzkum aðstæðum. Kynni mín af jafnaðarstefnunni og verkalýðshreyfing- unni í Noregi settu nokkurn svip á ritverk mín fyrst eftir heim- komuna, til dæmis í Brennumönnum, sem ég skrifaði austur á Jökuldal sumarið og haustið eftir að ég kom heim frá Noregi. Þegar hér er komið samtalinu spyrjum vér Hagalin um orsakirn- ar fyrir því, að hann hélt til Noregs, og hvort hann hafi þd hugsað sér að gerast rithöfundur á norska tungu — og hann svarar: Ja, ég hafði revndar alltaf hugsað mér að komast eitthvað utan, eftir að ég hætti í menntaskólanum. En þá varð það úr, að ég gerðist ritstjóri austur á Seyðisfirði. Astæðan fyrir því, að ég fór svo til Noregs frernur en eitthvað annað, held ég hafi verið sú, að mér fannst, af því sem ég hafði lesið og kynnzt, að Norðmenn væru okkur ekki aðeins skyldastir að uppruna, heldur andlega, og að- stæður og staðhættir þar líkari okkar en í nokkru öðru landi, sem ég þekkti til. Ég hafði líka kynnzt Helga Valtýssyni og Stefáni frá Hvítadal, sem báðir höfðu verið í Noregi, og kannski hefur þetta haft nokkur áhrif á ákvörðun mína. Helgi lánaði mér mikið af norskum bókum og sagði mér ýmislegt um Noreg. Sömuleiðis hafði Sigurður Nordal örvandi áhrif á mig í þessu efni, en ég átti mikið saman við hann að sælda árið 1924, en þá hafði hann skrifað vin- samlega í Skírni um bækur mínar, og þá sérstaklega Strandbúa. Sá rnaður, sem hafði þó hvað mest áhrif á mig um örvun til rit- starfa allt frá skólaárum mínum í Reykjavík, var Sigurður Guð- mundsson skólameistari, en hann fylgdist alltaf með því, hvað ég var að gera eftir að ég var nemandi hans. Ég byrjaði snemma á því að fara meira yfir í talmál í sögum mínum en áður hafði tíðkazt meðal íslenzkra rithöfunda, að Jóni Thoroddsen undanskildum, og þessum tilraunum mínurn veitti Sigurður sérstaka athygli. Með þessu vakti fyrir mér að koma þannig til skila tungutaki þess fólks, sem ég skrifaði um, að það yrði sérkennandi fyrir persónurnar og mótun þeirra. Þetta var svo ástæðan fyrir því, að ég taldi ekki væn- legt að skrifa sögur á norsku. Þó að ég yrði fljótt fær um að skrifa

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.