Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Qupperneq 44

Eimreiðin - 01.09.1968, Qupperneq 44
ÉlMREÍÐlN iðó vera kominn niður í fjöru strax í dögun til að sjá, hvernig allt að þrjátíu tonna dekkbátar eru dregnir á flot ofan úr mjúkum sandinum á miklu og kröftugu spili. Nú verð ég að bíða fyrramáls. Síðdegis get ég horft á bátana dregna á land á spilinu. Það má ég ekki láta undir höfuð leggjast. Vélarskellirnir fjarlægjast, og ég reyni að festa blund að nýju. En hugsanirnar sækja á og varna svefns. Ég kalla sumarhúsið Lyngbæ í líkingu við danska nafnið. Við komurn til Lyngbæjar í gærdag og ætlum að hafa hér nokkurra daga viðdvöl á ökuferð okkar um þvera og endilanga Danmörk. Við erum fjögur saman; við hjónin, sem dvalizt höfum um sex vikna skeið í Kaupmannahöfn, sonur okkar, sem komið hefur í stutta heimsókn áður en hann byrjar háskólanám í Edinborg, og vinur hans og samstúdent, sem einnig dvelst hjá okkur um hríð og slæst því í förina með okkur. Ég kann strax vel við mig í Lyngbæ. Þótt sumarbústaðurinn sé gamall og lítill og nútíma þægindi af skornara skammti en við eig- um að venjast, mætir mér þar á augabragði kærkominn heima- blær. Ég er alinn upp í litlu koti á sjávarströnd, þar sem hvorki var rafmagn né vatnsleiðsla. Liðið er á dag, þegar við rennum í hlað í Lyngbæ eftir tilvísan gamals fiskimanns úr þorpinu. Kom- ið er fram í rniðjan september, veður dumbungslegt, svo jaðrar við regn; mestur varmi horfinn úr sumarveðri. Samt er gróður allur ófallinn. Þegar fiskimaðurinn hefur opnað fyrir okkur hengi- lása, tekið slagbranda frá hurðum og sýnt okkur, hvernig kveikt skuli upp og ljós tendruð, kveður hann og lætur okkur um áfram- haldið. Þá er eins og ég sé kominn heim. Bærinn í hrauninu vestan við Hafnarfjörð, þar sem ég ólst upp, var hreint ekki stærri en þetta sumarhús. Og vafalaust hefði okkur heimilisfólkinu þar fund- izt margur húsbúnaður hér og ýmis áhöld og tæki fremur mega teljast til íburðar en nauðsynjahluta, ef þeir hefðu verið kornnir innanstokks í Eyrarhrauni. En fyrst þarf að kveikja upp í eldavél, sem jafnframt er hitunarofn, og það kannast ég við frá bernsku- dögum. Það tekur mig heim. í uppvexti mínum var oft basl með uppkveikjuna og kolin þurfti að spara. Hér er hins vegar gnægð brennis. Lyngbær stendur í jaðri mikils greniskógar, sem plantað var hér í sandinn fyrir nokkrum áratugum. Þegar ég tek að athuga jarð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.