Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Page 44

Eimreiðin - 01.09.1968, Page 44
ÉlMREÍÐlN iðó vera kominn niður í fjöru strax í dögun til að sjá, hvernig allt að þrjátíu tonna dekkbátar eru dregnir á flot ofan úr mjúkum sandinum á miklu og kröftugu spili. Nú verð ég að bíða fyrramáls. Síðdegis get ég horft á bátana dregna á land á spilinu. Það má ég ekki láta undir höfuð leggjast. Vélarskellirnir fjarlægjast, og ég reyni að festa blund að nýju. En hugsanirnar sækja á og varna svefns. Ég kalla sumarhúsið Lyngbæ í líkingu við danska nafnið. Við komurn til Lyngbæjar í gærdag og ætlum að hafa hér nokkurra daga viðdvöl á ökuferð okkar um þvera og endilanga Danmörk. Við erum fjögur saman; við hjónin, sem dvalizt höfum um sex vikna skeið í Kaupmannahöfn, sonur okkar, sem komið hefur í stutta heimsókn áður en hann byrjar háskólanám í Edinborg, og vinur hans og samstúdent, sem einnig dvelst hjá okkur um hríð og slæst því í förina með okkur. Ég kann strax vel við mig í Lyngbæ. Þótt sumarbústaðurinn sé gamall og lítill og nútíma þægindi af skornara skammti en við eig- um að venjast, mætir mér þar á augabragði kærkominn heima- blær. Ég er alinn upp í litlu koti á sjávarströnd, þar sem hvorki var rafmagn né vatnsleiðsla. Liðið er á dag, þegar við rennum í hlað í Lyngbæ eftir tilvísan gamals fiskimanns úr þorpinu. Kom- ið er fram í rniðjan september, veður dumbungslegt, svo jaðrar við regn; mestur varmi horfinn úr sumarveðri. Samt er gróður allur ófallinn. Þegar fiskimaðurinn hefur opnað fyrir okkur hengi- lása, tekið slagbranda frá hurðum og sýnt okkur, hvernig kveikt skuli upp og ljós tendruð, kveður hann og lætur okkur um áfram- haldið. Þá er eins og ég sé kominn heim. Bærinn í hrauninu vestan við Hafnarfjörð, þar sem ég ólst upp, var hreint ekki stærri en þetta sumarhús. Og vafalaust hefði okkur heimilisfólkinu þar fund- izt margur húsbúnaður hér og ýmis áhöld og tæki fremur mega teljast til íburðar en nauðsynjahluta, ef þeir hefðu verið kornnir innanstokks í Eyrarhrauni. En fyrst þarf að kveikja upp í eldavél, sem jafnframt er hitunarofn, og það kannast ég við frá bernsku- dögum. Það tekur mig heim. í uppvexti mínum var oft basl með uppkveikjuna og kolin þurfti að spara. Hér er hins vegar gnægð brennis. Lyngbær stendur í jaðri mikils greniskógar, sem plantað var hér í sandinn fyrir nokkrum áratugum. Þegar ég tek að athuga jarð-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.