Eimreiðin - 01.09.1968, Blaðsíða 37
FÖRUNAVTARNln
183
inum. Gullinbursti minn hálflá
í stundum í fúamýrum, sem tekn-
ar voru að þiðna. En sá apalgrái
rann yfir þær rétt eins og skeið-
völl. Við fórum í sveig um liring-
laga dalinn. Tjörn var í honum
miðjunr, rauð sem blóð. Sjö býli
höfðu verið í dalnum fyrir löngu,
en farið í eyði í einhverri plág-
unni. Lodda sveimaði þar yfir.
Annað veifið var Gullinbursti,
senr fugl í bráðviðri. En ég var
vart hugar míns ráðandi. Er
þetta lriirzta sólarlag mitt? hugs-
aði ég, er ég sá tjörnina í þeirri
svipan. Rauðir nykruskúfarnir
bærðust í vatninu.
Þá er við þeystum í annað sinn
um dalinn, hrópaði ég: „Mál er
að linni.“
Ég fékk ekki annað svar en
hæðnislegt bergmál úr hamra-
borg einni.
Gullinbursti var að því kom-
inn að springa. En sá apalgrái
var ekkert móður.
Rústir af hálfkirkju voru í
norðanverðum dalnum, og þá er
við runnum þar yfir í þriðja sinn,
stökk ég úr söðlinum, kom
standandi niður og tókst að
hrifsa í taum Gullinbursta. Elann
stanzaði, þótt ólmur væri, froðu-
felldi á úlnliði mína. Síðhöttur
nam þá líka staðar. Ég vatt mér
að honum, hvessti augun á hann.
Andartak horfðumst við í augu.
Asökun og örvæntingu brá fyrir
í augnaráði hans. Þá hvarf hann
og hestur hans, sem blés ekki úr
nös.
Nú rann upp Ijós fyrir mér.
Þetta var sonur héraðslæknis-
ins. Elann hafði í þrjú undan-
farin ár dvalizt í skozku heilsu-
hæli. Ég hafði ekki heyrt, að
hann væri kominn heim yfir
jökulár og f jallgarða úr verzlun-
arstaðnum, vissi ekki um, að sigl-
ing væri komin. Mér var ókunn-
ugt um það, að hann væri orð-
inn albata. Enginn sjúklingur
reið svo greitt. En — en — en —,
hvað um hestinn hans? Mér
hnykkti við Ég hafði frétt, að
Skúmur, apalgrái hesturinn
hans, hefði fótbrotnað svo illa
fyrir um þrem mánuðum, að
það varð að fella hann. Hann
hafði verið birktur af natni, og
gefa átti Hemingi, læknissynin-
um, hána, er hann kæmi heim.
Hún hafði þegar verið breidd á
gólfið í svefnhúsi hans á læknis-
setrinu. Hemingur var einkason-
ur og augasteinn foreldra sinna.
Við Hemingur vorum vinir,
svo að hann gat ekki verið að
troða illsakir við mig. Hugur
hans var allur heima. Hann hafði
alltaf þjáðzt af óyndi í heilsu-
hælinu, þótt batahorfur væru
sagðar ákjósanlegar þar fyrir
hann, frarnan af að minnsta
kosti. Frænka mín, mjög fríð
sýnum, var heitkona Hemings.
Hún var nú í hússtjómarskólg