Eimreiðin - 01.09.1968, Blaðsíða 75
EFLING ÍSLENZKRA BÓKMENNTA
221
ritstörfum — gætu losnað úr viðjum óskylds og oft andlega drep-
andi brauðstrits, og mundu meira að segja geta látið sér í léttu
rúmi liggja meðferð úthlutunarnefnda á því fé, sem varið er til lista-
mannalauna, en ráðstöfun þess hefur ærið oft reynzt listamönnum
auðmýkjandi, að ekki sé sagt beinlínis ærumeiðandi.
❖
Hitt frumvarpið, sem liér um ræðir, flutti Tómas Karlsson sem
breyting á lögum um Þjóðleikhús, en það miðar að því að örva
íslenzka leikritun oggerir ráð fyrir að þjóðleikhússtjóra verði heirnil-
að að ráða til eins árs í senn á kjör fastra leikara í hæsta launaflokki
rithöfund til að rita íslenzk leikrit. Til grundvallar þessu frum-
varpi er sú staðreynd, að tiltölulega lítið framboð er af íslenzkum
leikritum, og verður bæði Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur og
aðrir aðilar, sem við leiksýningar fást, einkum að byggja starfsemi
sína á sýningum þýddra leikhúsverka. í framsögu fyrir þessu frum-
varpi sagði flutningsmaður meðal annars:
,,Hér vantar framboð á góðum, íslenzkum leikhúsverkum, og þeir,
sem fylgjast með verkefnaskrám leikhúsanna, sjá, að óhjákvæmilegt
er að efla íslenzkar leikbókmenntir með einhverjum ráðum, svo að
þær reynist nægar þeim ágæta umbúnaði, sem þegar er fyrir hendi
og fyrirhugaður er í leikhúsum okkar, og einnig til að svara mikl-
um og sívaxandi leiklistaráhuga almennings um allt land. Með því
að tengja leikritahöfundana við leikhúsin og skapa þeim hin réttu
starfsskilyrði og aðgang að þeirri tæknilegu aðstoð, sem þeim er nauð-
synleg, sérstaklega sem byrjendum á þessu sviði, ætti þetta að geta
tekizt. . . Því er þannig varið, að við eigum mjög mörgum góðum
rithöfundum á að skipa, en af einhverjum ástæðum, og þær ástæður
eru sjálfsagt margar, hafa rithöfundarnir heldur lítið lagt sig fram
við smíði leikhúsverka. Sýnist mönnum þó, að þar skjóti allskökku
við þann mikla og almenna leiklistaráhuga, sem í landinu er. Það
liggur í augum uppi, að ýmsir rithöfundar hljóta að hafa ýmis verk
á prjónunum og ýmsar hugmyndir í huga og drög að verkum, sem
mundi verða fengur að fá á leiksvið. . . En það sem kann að valda
því að þessi verk eða þessar hugmyndir og drög verða æði treglega
að leikhúsverkum, leikritum, er kannski skortur á þeirri tæknilegu
aðstoð, sem leikhúsið og leikarar einir geta látið í té, og jafnframt
að öðrum þræði naumum tíma höfundar til að sinna ritstörfum
vegna brauðstrits til framfærslu sér og sínum, og því verða hug-