Eimreiðin - 01.09.1968, Side 81
VNGUR PRESTUR FINNUR GUfí SINN í DREIFBÝLINU
227
verðui' hann óðar glaður og ör-
uggur á ný. — Og stundum birt-
ir þá þokuna svo snöggt, að hann
trúir því fastlega, að nú hafi Guð
strokið hlýrri hendi sinni um
smalaslóðirnar hans og þurrkað
burtu ólukkans þokuna! — Og
á kyrrlátum stundum trúir ungi
presturinn þessu enn! —
Var þá allt þetta glatað í upp-
vexti og langri, oft furðu hrjóstr-
ugri og gróðursnauðri skóla-
göngu? Var þá Guð ekki annað
en fremur þurrt og ólífrænt
fræðikerfi með kennisetningum
og frómum hugleiðingum ,sem
iítið Itergmál vöktu í brjóstum
fjöldans? Og vísindin viður-
kenndu hann alls ekki, þar sem
þau gátu hvorki mælt hann né
vegið, og heldur ekki sér hann
frá Palómarfjalli! — Að vísu sáu
þau ekki sálina heldur, né viður-
kenndu tilveru hennar, nema þá
aðeins senr sálarfræði persónu-
leysingjans, — því að eitthvað
þurftu sálfræðingarnir að hafa
að dunda sér við til dægradvalar.
Ekki virtist raunvísindunum til
að dreifa hjá þeim. —
Ungi presturinn sat í djúpri
hugleiðslu. — Vorum vér menn-
irnir þá orðnir svo smáir í mik-
illeik vorum og menningar-stæri-
laeti, að skapari himins og jarð-
ar hefði algerlega snúið baki við
oss? — Var Guð raunverulega
týndur! — Það væri ógnþrungin
hugsun og ægileg. — Svartnætti
skammdegisins myndi fylla
geimana. — Sól tér sortna . . .
Hann fól andlitið í höndum
sér og stundi hátt. — Hugur
hans fylltist einkennilega sterkri
minnimáttarkennd: • hvað
er maðurinn þess að þu minnist
hans, og mannsins barn að þu
vitjir þess ...?“ — Og þó: ,,Eins
og hindin, sem þrair vatnslind-
ir, þráir sál mín þig, ó, Guð! —
Sál rnína þyrstir eftir Guði, hin-
um lifandi Guði!“
Unga prestinum lá við að bug-
ast undir ofurmagni smæðar
sinnar og lítilmótleika. „Gef mér
dúfuvængi, svo ég geti flogið á
brott og fundið mér hvílustað!"
Hann hallaði sér áfram og studdi
olnbogunum á skrifborðsbrún-
ina og fól andlitið í höndurn
sér. — Sálareyra hans var opið og
hljóðnæmt eins og í æsku. - Hví
þyrstir sál vora eftir Guði? —
Hvernig verður öðruvísi skýrð
þessi meðfædda þrá mannssálar-
innar, en að vér séum af guðleg-
um uppruna? — Erum vér þá
raunverulega „droparnir, sem
drupu úr fingurgómum Guðs“
niður í frjóa móðurmoldina,
þrungnir af djúpum hugsunum
Guðs og vökvaðir af dögg jarð-
ar, sem ól oss, — þar sem vér eig-
um heima um hríð, og hverfum
síðan aftur til hennar að lokurn,
er Guð klappar lófum og telur
alla dropa sína! •- Þess vegna
þráum vér sífellt vort eigið upp-