Eimreiðin - 01.09.1968, Qupperneq 79
UNGUK PRESTUR FINNUR GUÐ SINN í IIREIFBÝLINU
225
inni gleymst að þakka Guði -
fyrir allt!
Presturinn ungi gat ekki al-
mennilega áttað sig á þessu. Ekki
virtist honum Guð vera í Ríkis-
útvarpinu. Og þó var þar út-
varpað guðsþjónustu einu sinni
og tvisvar á hverjum helgum
degi. Þar voru lesnar og þuldar
mjög misjafnar ræður að efni og
flutningi. Oft góðlátlegt rabb og
meinlaust, en oftast ósköp óper-
sónulegt. Og alltof oft voru ræð-
ur þessar fluttar með hrúfri rödd
°g óþjálfaðri, eða þá þulið hrað-
fari útí kaldan bláinn. Jafnvel
Faðinmr lesið í spretti, eins og
mikið lægi við að komast sem
allra fyrst í sitt „daglega brauð.“
— Stundum voru þar fluttar
skrúðorðar og hálf-heimspeki-
legar ræður, og lesnar vandlega
skráðar bænir. En allt virtist
þetta einskonar útvarpsfréttir,
fluttar af mjög misjafnlega hæf-
um þulum — og sumum alger-
lega óhæfum — eins og í sjálfu
útvarpinu.
Honum virist allt þetta svo
ópersónulegt og utangátta. Tíð-
ast var eitthvert tómahljóð í þess-
um útvarpsflutningi. Hér var
ekki samtal lijartans við Guð
sinn í bæninni. Né vængjablak
Guðs anda yfir ræðum prest-
anna, jafnvel ekki á hátíðlegustu
stundum. Honum virtist skorta
flest það, sem hann sjálfur
þráði svo heitt: lyfting andans
lotning og hugljómun, víðsýni
útyfir reginvíðáttur mannsand-
ans og óræð undirdjúp sálarinn-
ar. Bergmál Guðs í sál flytjanda
orðsins, er gæfu henni vængi og
orðum hans andríka fyllingu.
Þó voru eflaust allir þessir
„útvarpsprestar“ góðir menn og
velmeinandi. Sumir jafnvel
landskunnir gáfumenn og lærð-
ir vel. —• Hvað skorti? — Var það
hljómgrunnur sálar þeirra, sem
eigi væri jafn tónnæmur fyrir
bergmáli Guðs og tréhjarta org-
ansins, sem fyllti kirkjuhvelfing-
una helgum hljómbylgjum
pípna og söngs? Stafaði þetta af
því, hve lítið virtist vandað til
efnis, máls og meðferðar? Guði
voru ósjaldan boðnir andlega
snauðir sálmar og jafnvel böngu-
legt hnoð. — Var þá Guði raun-
verulega boðlegt hvaðeina í
bundnu máli og óbundn, ef að-
eins ætti að heita guðsorð? — Og
eins í söng: Væru hátíðasöngvar
og aðrir víxlsöngvar prests og
safnaðar eða kórs raunverulega
andleg upplyfting, þótt prestur
t.d. væri bæði ósöngvinn og
raddvana?
Ungi presturinn hafði ætíð
hugsað sér fegurð og list sem
lifandi neista af guðseðli manns-
ins, — geislamagnað útstreymi af
guðsþrá hans, — því hreinna og
magnaðra, sem sálarþroski
mannsins og guðsvitund var
meiri og sterkari.
15